Á vefnum teacherspayteachers má finna ýmislegt gagnlegt. Þar er hægt að nálgast verkefni, spil og fleira, til að geta sótt efni þarf að vera skráður notandi. Við duttum þarna inn í gegnum Pinterest. Spjöldin sem við notum í talningaverkefninu í þessari færslu fundum við á Tpt og má sækja hér.

Þessi spjöld urðu fyrir valinu þar sem fjöldinn er sýndur á spjaldinu ásamt tölunni. Töluorðin eru á ensku á spjöldunum, við límdum yfir orðin þegar við ljósrituðum í fyrsta skipti. Ef gera á fleiri en eitt sett er gott að ljósrita í mismunandi litum, þá er fljótlegt að flokka ef eitthvað ruglast.

Verkefnið var notað í hringekju, stöðvavinnu, og unnu tveir nemendur saman.