Margföldun

Hér fyrir neðan eru verkefnablöð í margföldun. Þetta eru tvennskonar verkefni; blöð með hefðbundnum margföldunardæmum og svo satt og ósatt verkefnablöð. Þar klippa krakkarnir út dæmin, reikna og líma þau svo í þann dálk sem á við. Hér má finna fleiri satt og ósatt verkefni.

Verkefni í margföldun.
Margföldun 1
Margföldun 2

Satt og ósatt verkefni.
Satt og ósatt 1
Satt og ósatt 2

Brot

55957798_803595976663604_6181824198105628672_n

Í geymslunni í skólanum hjá okkur duttum við í lukkupottinn og fundum við þessi brotaspjöld sem fylgdu með bókinni Geisla fyrir einhverjum árum. Þetta eru hinar ýmsu stærðir og mismikið af hverju broti. Hægt er að nálgast brotahringi í verkefnahefti sem fylgir Sprota 4b og eru hringirnir í hluta 2.

55519490_363215317616098_552903307656429568_n

Við settum mismikið af hverju broti í umslag og krakkarnir röðuðu þeim svo í rétta stærðarröð. Þá var aðeins horft á brotið ½ ¼ o.s.f.v. en brotin ekki lögð saman strax.

54434544_1072031322984819_6705427775739658240_n

Í lokin settu þau brotin upp í bókina sína og notuðu rúðurnar og lögðu saman. Þetta var verkefni á stöð í hringekju og byrjun á okkar vinnu með almenn brot.

Tangram

46165604_253476038670942_1747047023607021568_n

Í vinnu með form, hvort sem það eru tví- eða þrívíð form er gaman að nota tangram. Við vorum að vinna með þrívíð form og var tangram á einni stöð í stærðfræði hringekju hjá okkur. Mögulegt er að nálgast tangram í verkefnaheftum með Sprota 3b og Sprota 4b.
Við ljósrituð þau á karton.

46171912_540782036346010_2612839420331556864_n

Myndir til að púsla eftir saman má finna á netinu með því að leita eftir tangram puzzle template. Myndirnar eru bæði með formunum sýnilegum en einnig líka það sem formin sjást ekki, við vorum með bæði og gátu krakkarnir þá valið hvernig þau unnu verkefnið. Stöðin var mjög vinsæl og voru krakkarnir spenntir að taka tangramið með sér heim en allir klipptu út sitt eigið.