Fúsi Plús

Hér er komið myndband um Fúsa Plús. Hann má finna í ýmsum útgáfum á netinu undir nafninu Gus the Plus. Við höfum notað hann við innlagnir á samlagningu, t.d. í fyrsta bekk og svo notað sögu hans til upprifjunar í öðrum bekk.

45061481_281647442475973_57292518676496384_n
Fúsi Plús upp á vegg hjá okkur.

Þegar við sögðum krökkunum söguna af Fúsa Plús vorum við búnar að búa okkar eigin Fúsa til, til þess að hafa upp á vegg. Krakkarnir teiknuðu svo líka myndir af honum og skrifuðu orð sem tengjast samlagningu.

 

Talið í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar talningaverkefni. Nú í haust hefur 1. bekkur verið að æfa talningu upp í 20. Við höfum einnig notað þá í samlagningu þar sem nemendur eru með tvo bakka, kasta töppum í þá og leggja svo saman tölurnar þar sem tapparnir lenda. Þetta höfum við líka útfært á sama hátt með margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum hringina með tölustöfunum frá 1 – 26, má nálgast hér.

img_0165
Hér er verið að telja kubba og pallíettur.

Talnalína

Þessi talnalína er frá 0 – 50 og höfum við notað hana í 1. og 2. bekk. Talnalínuna er bæði hægt að hengja upp á vegg og leggja á gólfið.

img_0119
Talnalínuna má nálgast á teacherspayteachers.com

Í 1. bekk höfum við notað hana upp í 20 þegar við leggjum inn tölurnar frá 11 – 20. Nemendur byrja þá að raða talnalínunni á gólfið og geta einnig  notað hana til að spila.

img_0124
Hér er verið að spila á talnalínunni

Þegar við notum talnalínuna upp í 20 notum við einn tening en tvo þegar talanlínan er upp í 50.

img_0126
Hér er notaður + og – teningur í spilnu

Við höfum einnig búið til tening með + og – merkjum sem segir til um hvort færa eigi spilakarlinn áfram eða aftur á bak. Verkefnið var notað í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Við plöstuðum okkar talnalínur enda höfum við notað þær mikið

Talningarstrik

Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast  ýmis fleiri verkefni þar í gegn.

Image result for tally marks games
Hér er hægt að sækja spilið upp í 30.

 

Hér er hægt að sækja spilið upp í 100

Mynstur

Við rákumst á skemmtilegt verkefni á dögunum þar sem notast var við Legókubba og með þeim mynduð ýmis mynstur eftir fyrirmynd. Þar sem við vorum ekki með mikið af Legókubbum við höndina ákváðum við að nota Unifix kubba í staðinn.

cropped-photo-1.jpg
Hér er hægt að nálgast renningana.

Útbúnir voru renningar með mynstrum í lit og krakkarnir byggðu svo úr Unifix kubbunum eftir þeim mynstrum. Á hverju blaði eru 3 renningar og skárum við blöðin niður og festum saman með splitti á endanum. Í hvern bunka fóru 6 verkefni eða 2 blöð en einnig bættum við við blöðum með auðum dálkum, þannig gátu krakkarnir litað sín eigin mynstur og byggt eftir þeim með kubbunum. Þetta verkefni var notað í hringekju og voru oftast tveir sem unnu saman með einn bunka hverju sinni.

Talning 1-15

Á vefnum teacherspayteachers má finna ýmislegt gagnlegt. Þar er hægt að nálgast verkefni, spil og fleira, til að geta sótt efni þarf að vera skráður notandi. Við duttum þarna inn í gegnum Pinterest. Spjöldin sem við notum í talningaverkefninu í þessari færslu fundum við á Tpt og má sækja hér.

IMG_0101
Spjöld með tölum og plast hlekkir.

Þessi spjöld urðu fyrir valinu þar sem fjöldinn er sýndur á spjaldinu ásamt tölunni. Töluorðin eru á ensku á spjöldunum, við límdum yfir orðin þegar við ljósrituðum í fyrsta skipti. Ef gera á fleiri en eitt sett er gott að ljósrita í mismunandi litum, þá er fljótlegt að flokka ef eitthvað ruglast.

IMG_0098
Búið að hengja jafnmarga plast hlekki í spjaldið og talan segir til um.

Verkefnið var notað í hringekju, stöðvavinnu, og unnu tveir nemendur saman.

Talning

Þegar börn eru að byrja að æfa sig að telja er gaman að gera það á sem fjölbreyttastan hátt. Hér má sjá hugmynd að einföldu talningaverkefni.

IMG_0040
Pípuhreinsarar með tölustöfum og ýmsar perlur.
IMG_0035
Hér er búið að þræða jafnmargar perlur upp á pípuhreinsaran eins og tölurnar segja til um.