Hér er komið myndband um Fúsa Plús. Hann má finna í ýmsum útgáfum á netinu undir nafninu Gus the Plus. Við höfum notað hann við innlagnir á samlagningu, t.d. í fyrsta bekk og svo notað sögu hans til upprifjunar í öðrum bekk.

Þegar við sögðum krökkunum söguna af Fúsa Plús vorum við búnar að búa okkar eigin Fúsa til, til þess að hafa upp á vegg. Krakkarnir teiknuðu svo líka myndir af honum og skrifuðu orð sem tengjast samlagningu.