Hrekkjavaka

hrekkjav.-ordad

Hér eru nokkur hrekkjavöku verkefni. Tvö verkefni eru með samlagningu og eitt verkefni er með stuttum orðadæmum. Hvert verkefni er tvær síður. Í öðru samlagningar verkefninu eru unnið með einingar, tugi og hundruð og nemendur geta notað áveðið mynstur við lausn dæmana. Annað verkefnið er samlagning undir 100 og er líka tilvalið til að æfa notkun á vasareikni. Orðadæmin henta vel fyrir samvinnu á milli nemenda þar sem þeir geta notað teikningar, kubba, peninga eða vasareikni til að leysa verkefnin.

Samlagning einingar, tugir og hundruð

Samlagning 0 – 20

Samlagning 0 – 100

Orðadæmi

hrekkjav-saml

Jólastærðfræði

Við vorum að útbúa jólabók fyrir okkur þar sem við söfnum saman allskonar jólaverkefnum, litamyndum og þessháttar. Við gerðum þessi blöð fyrir bókina og ákváðum að deila þeim einnig hér

Samlagning upp í 100
Samlagning tugir og einingar
Frádráttur undir 50
Jólasúpa

Vasareiknir

This slideshow requires JavaScript.

Við höfum verið að vinna í nýju bókinni Stærðfræðispæjararnir1 sem kom út í haust hjá Menntamálastofnun. Í kafla 3 um reikning eru blaðsíður með vasareikni. Þessi vinna vakti mikla lukku og áhuga svo við ákváðum að æfa okkur meira.

Hér fyrir neðan eru tvö verkefni. Fyrra verkefnið hentar þeim sem eru óvanir að nota vasareikni og þurfa aðeins að átta sig á hvernig hann er notaður. Þegar við byrjuðum lékum við okkur aðeins og þau prufðu að slá inn fullt af tölum svo æfðum við okkur á að hreinsa og fá 0. Þegar við byrjuðum að reikna teiknuðum við reiti upp á töflu, jafnmarga og takkana sem ýta þurfti á. Því næst settum við tölur og tákn inn í reitina og prufuðum saman. Gott er að byrja á því að leggja saman tvær tölur undir 10 þ.e. að þurfa ekki að ýta á tvo takka á vasareikninum til að búa til tölu t.d. að ýta á 1 og 3 til að búa til töluna 13. Það sem við rákum okkur á er að minna á að ýta á = til að fá útkomuna og að hreinsa skjáinn til að fá 0 áður en við byrjum á næsta dæmi. Sumir áttu það til að ruglast á því hvort það væri talan 2 eða 5 sem væri á skjánum og getur þá hjálpað til að skoða tölurnar á tökkunum til að sjá hvernig 2 og 5 eiga að snúa þegar við erum ekki viss.

Verkefnið er tvær síður og með því að ljósrita báðu megin og brjóta í saman í helming verður til lítil bók.

Vasareiknir verkefni 1. Samlagning eins og tveggja stafa tölur.

Vasareiknir verkefni 2. Samlagning tveggja stafa tölur.

 

Satt og ósatt

95246817_659690164598996_3537850160413409280_n

Hér eru nokkur satt og ósatt verkefni sem við vorum að föndra. Krakkarnir klippa út dæmin, reikna og líma þau svo í þann dálk sem á við. Þetta eru samlagningardæmi en einnig eru einfaldar jöfnur sem þau geta spreytt sig á.

Smá kennaratrix, ef blaðið á að fara í möppu er gott að gata efri helming blaðsins eins og á myndinni hérna fyrir ofan. Gott er að benda krökkunum á að klippa niður nokkur dæmi í einu, þannig er auðveldra að halda utan um verkefnið.

Samlagning undir 30

Samlagning 20 – 60

Samlagning 70 – 110

Jöfnur undir 10

Jöfnur 10 – 20

Samlagning og frádráttur

82245740_2920680811316815_187455264973127680_n

Hér fyrir neðan eru blöð með samlagningu og frádrætti.

Blöðin eru með dæmum framan og aftan á og er svolítið bil á milli dæmanna ef krakkarnir vilja nota teikningar við lausn á dæmunum. Hjá okkur notuðu margir einnig kubba til að finna lausnina.

Blöð með samlagningu undir 10
Blöð með samlagningu 10 – 20
Blöð með samlagningu 10 – 30
Blöð með samlagningu 30 – 50
Blöð með samlagningu 50 – 100
Blöð með samlagningu 100 – 150

Blöð með frádrætti undir 10
Blöð með frádrætti 10 – 50
Blöð með frádrættir 10 – 50

Fúsi Plús

Hér er komið myndband um Fúsa Plús. Hann má finna í ýmsum útgáfum á netinu undir nafninu Gus the Plus. Við höfum notað hann við innlagnir á samlagningu, t.d. í fyrsta bekk og svo notað sögu hans til upprifjunar í öðrum bekk.

45061481_281647442475973_57292518676496384_n
Fúsi Plús upp á vegg hjá okkur.

Þegar við sögðum krökkunum söguna af Fúsa Plús vorum við búnar að búa okkar eigin Fúsa til, til þess að hafa upp á vegg. Krakkarnir teiknuðu svo líka myndir af honum og skrifuðu orð sem tengjast samlagningu.

 

Samlagning

44054707_2161291784143492_2034998239769395200_n (1)
Hér eru tugastangir notaðar.

Hér eru verkefnablöð (blöðin má nálgast neðst í þessari færslu) sem við gerðum þegar við vorum að æfa okkur að leggja saman heila tugi. Öll dæmin fara yfir 100 og hvöttum við krakkana til að nota ,,aðstoðarmenn” við vinnuna. Margir völdu að nota kubba við vinnuna.

44033721_1106900879464881_2095146469316100096_n
Hér eru tugastangirnar notaðar til að telja áfram.

Krakkarnir notuðu kubbana á mismunandi vegu. Sumir notuðu kubbana fyrir báðar tölurnar og aðrir notuðu þá til að telja áfram frá hærri tölunni.

43951220_341206996448482_62190142898569216_n
Hér voru teiknuð strik í stað kubba.

Aftan á blaðinu var verkefni þar sem krakkarnir lásu þriggja stafa tölur og skrifuðu niður.

44073589_180795686140138_5152651898276282368_n
Lesið og skrifað.

Við gerðum annað verkefni þar sem þau byrjuðu á því að leggja saman einingar, tugi og svo hundruð. Í þessu verkefni kviknaði á nokkrum ljósaperum þegar þau sáu samhengið á milli talnanna. Þegar verið er að leggja saman heila tugi og hundruð er oft nóg að leggja saman fremstu tölurnar og bæta svo núlli eða núllum aftan við.

44034095_2241460046133061_1806277611916099584_n
Kubbar notaðir við vinnu.

Verkefni: Leggðu saman tugina.

Verkefni: Einingar, tugir, hundruð.

Peningar

43055721_962857293911834_2523382020424335360_n

Þessi spjöld gerðum við upphaflega fyrir búðarleik sem sagt er frá í annarri færslu hérna á síðunni. Þau hafa reynst okkur vel og hægt er nýta þau á margvíslegan hátt og einnig vekja leikföngin áhuga hjá börnunum. Við útbjuggum okkar spjöld sjálfar og plöstuðum en það gæti verið gaman að fá krakkana í lið með sér og þau búa sjöldin til sjálf. Þau æfa sig að klippa og þjálfa fínhreyfingar í leiðinni.

43058997_270080396951580_4723005514835820544_n

Hér notum spjöldin í samlagningu, nemendur draga tvö spjöld og nota peninga við að leysa dæmið.

Upphaflega voru spjöldin gerð með tveggja stafa tölum en þegar við fórum að vinna með þriggja stafa tölur gerðum við nýja miða með hærri upphæðum. Nýju miðarnir voru svo festir á spjöldin með kennaratyggjói. Miðana má nálgast undir myndunum hér fyrir neðan.

43052391_139939816961266_4846755655916191744_n
Upphæðir 21 kr.  – 99 kr.

Í þessu verkefni voru krakkanir að æfa sig með peninga og finna rétta upphæð úr peningakassanum. Þau voru þá tvö saman með nokkur spjöld og lögðu rétta upphæð á spjaldið.

43167756_918611938319007_2425798924645171200_n
Upphæðir 100 kr. – 990 kr.

Hér eru sömu spjöld en búið að setja hærri upphæðir á þau. Verkefnið er það sama að finna rétta upphæð úr peningakassanum. Við höfum bæði notað þetta verkefni á stöð í hringekju en þetta er einnig gott aukaverkefni til að grípa í þegar einhver klárar verkefni.

 

Talan er!

talan er
Tala er skrifuð upp á töflu og búin til dæmi

Vinkona okkar minnti okkur á þetta verkefni um daginn. Það er auðvelt að grípa í það, krefst ekki mikils undirbúnings og mögulegt að framkvæma það á ýmsa vegu fyrir alla aldurshópa. Við skrifum tölu upp á töflu og krakkarnir búa til dæmi í reikningsbókina sína. Gott er að setja tvö til þrjú sýnidæmi með tölunni á töfluna, það hjálpar sumum nemendum að byrja. Við hvetjum þau til að nota hjálpargögn s.s. kubba, talnagrind eða peninga til að átta sig á tölunum og hvernig dæmi hægt er að búa til.

Þetta verkefni hentar mjög vel í þegar nemendur eru  að koma á mismunandi tímum inn í kennslustund eins og eftir matartíma, íþróttir eða í stuttri kennslustund (20 mín). Oft bjóðum við þeim sem vilja koma og deila sínum dæmum með bekkjarfélögunum upp á töflu. Við köstum stundum teningum til að fá upp töluna sem við ætlum að nota, einnig finnst krökkunum mjög gaman að kasta teningum sjálf og fá þannig tölu til að vinna með.