Litlu Lestrarhestar 2

Komin eru fleiri verkefni í Litlu lestrarhestana. Þetta eru lesskilningsverkefni fyrir 1. – 2. bekk og eru einfaldir textar og spurningar sem svarað er eftir lesturinn. Verkefnin eru sett upp á þrjá mismunandi vegu þ.e. krossaspurningar, velja rétta orðið inn í málsgrein og svo skriflegt svar. Hægt er að nálgast verkefnin til útprentunar hér .

Verkefnin voru unnin með styrk úr Þróunarsjóði grunnskólanna í Garðabæ.

Jóla lestrarhestar

Litlu lestrarhestarnir sendu okkur tvö jólaverkefni.

Í verkefnunum lesa krakkarnir fyrirmæli og lita eða teikna eftir þeim. Einnig er mögulegt ef nemendur eru ekki byrjaðir að lesa sjálfir má lesa fyrirmælin fyrir þá.

Jólatréð
Piparkökuhúsið

Litlu lestrarhestarnir

Litlu lestrarhestarnir eru lesskilningsverkefni fyrir 1. – 2. bekk. Þetta eru einfaldir textar og svo spurningar sem svarað er eftir lesturinn. Verkefnin eru sett upp á þrjá mismunandi vegu þ.e. krossaspurningar, velja rétta orðið inn í málsgrein og svo skriflegt svar. Hægt er að nálgast verkefnin til útprentunar hér .

Verkefnin voru unnin með styrk úr Þróunarsjóði grunnskólanna í Garðabæ.