Mynstur

Við rákumst á skemmtilegt verkefni á dögunum þar sem notast var við Legókubba og með þeim mynduð ýmis mynstur eftir fyrirmynd. Þar sem við vorum ekki með mikið af Legókubbum við höndina ákváðum við að nota Unifix kubba í staðinn.

cropped-photo-1.jpg
Hér er hægt að nálgast renningana.

Útbúnir voru renningar með mynstrum í lit og krakkarnir byggðu svo úr Unifix kubbunum eftir þeim mynstrum. Á hverju blaði eru 3 renningar og skárum við blöðin niður og festum saman með splitti á endanum. Í hvern bunka fóru 6 verkefni eða 2 blöð en einnig bættum við við blöðum með auðum dálkum, þannig gátu krakkarnir litað sín eigin mynstur og byggt eftir þeim með kubbunum. Þetta verkefni var notað í hringekju og voru oftast tveir sem unnu saman með einn bunka hverju sinni.