Satt og ósatt

95246817_659690164598996_3537850160413409280_n

Hér eru nokkur satt og ósatt verkefni sem við vorum að föndra. Krakkarnir klippa út dæmin, reikna og líma þau svo í þann dálk sem á við. Þetta eru samlagningardæmi en einnig eru einfaldar jöfnur sem þau geta spreytt sig á.

Smá kennaratrix, ef blaðið á að fara í möppu er gott að gata efri helming blaðsins eins og á myndinni hérna fyrir ofan. Gott er að benda krökkunum á að klippa niður nokkur dæmi í einu, þannig er auðveldra að halda utan um verkefnið.

Samlagning undir 30

Samlagning 20 – 60

Samlagning 70 – 110

Jöfnur undir 10

Jöfnur 10 – 20