Talnasúpa

42044423_1381929361941151_4946377851843641344_n

Í íslensku notum við oft orðasúpur og hafa krakkarnir mjög gaman að því að leysa þær. Við gerðum því talnasúpur fyrir þau til að leysa í stærðfræði. Talnasúpurnar eru þrjár með tveggja, þriggja og fjögurra stafa tölum . Þær eru hér í viðhengi fyrir neðan og þarf bara að prenta út og byrja!

Talnasúpa tveggja stafa tölur.

Talnasúpa þriggja stafa tölur.

Talnasúpa fögurra stafa stöfur.

Á netinu er einnig hægt að finna talnasúpur með því að leita eftir “number word search” og koma þá ýmsir möguleikar af verkefnablöðum. Að auki er hægt að finna forrit sem búa til talnasúpur sem svo mögulegt er að prenta út sjálf/ur.

Púsl

41721349_2104726763111037_7362346141809115136_n
Púslið sem við notuðum.

Hjá okkur eru nokkur púsluspil sem ekki eru í mikilli notkun og vantar jafnvel einhverja bita inn í. Á Pinterest eru hugmyndir hvernig mögulegt að nota púsluspil á annan máta en að púsla saman myndinni. Tugir og einingar eru t.d. teiknaðar á einn púslbita og svo finnur þú töluna á öðrum bita og púslar saman, reiknisdæmi á einum púslbita og útkoman á öðrum og svo má líka púsla saman há og lágstafi í íslensku.

41633893_706285819732114_1271691893100511232_n
Ein röð úr púslinu.

Okkar hugmynd útfærðum við þannig að við notuðum þriggja stafa tölur og skrifuðum aftan á púslið. Tölurnar eru ekki í réttri röð, heldur á víð og dreif frá 90 – 1000, það er byrjað á minnstu tölunni fremst og svo þarf að finna næstu tölu og svo koll af kolli og stærsta talan kemur aftast.

41713976_276609679614970_3494287909152882688_n
Tvær raðir úr púslinu.

Við gerðum líka tvær raðir og er þá púslað út á enda og svo haldið áfram í næstu línu fyrir neðan. Það er ekkert ákveðið bil á milli talnana í þessu verkefni en það er  hugmynd er að láta tölurnar hækka um t.d. 10 eða hundrað á milli púslbita.

41719265_1608162362619371_2821744735528419328_n

Sá möguleiki er líka að krakkarnir gætu útbúið svona verkefni sjálf með ákveðnu bili á milli talnana. Gott ráð er að geyma hverja röð fyrir sig í umslagi eða zip-lock poka svo púslbitarnir ruglist ekki. Við notuðum verkefnið á stöð í hringekju á samt 100 töflu púslum og má finna færslu um þau hér.

 

 

Talan er!

talan er
Tala er skrifuð upp á töflu og búin til dæmi

Vinkona okkar minnti okkur á þetta verkefni um daginn. Það er auðvelt að grípa í það, krefst ekki mikils undirbúnings og mögulegt að framkvæma það á ýmsa vegu fyrir alla aldurshópa. Við skrifum tölu upp á töflu og krakkarnir búa til dæmi í reikningsbókina sína. Gott er að setja tvö til þrjú sýnidæmi með tölunni á töfluna, það hjálpar sumum nemendum að byrja. Við hvetjum þau til að nota hjálpargögn s.s. kubba, talnagrind eða peninga til að átta sig á tölunum og hvernig dæmi hægt er að búa til.

Þetta verkefni hentar mjög vel í þegar nemendur eru  að koma á mismunandi tímum inn í kennslustund eins og eftir matartíma, íþróttir eða í stuttri kennslustund (20 mín). Oft bjóðum við þeim sem vilja koma og deila sínum dæmum með bekkjarfélögunum upp á töflu. Við köstum stundum teningum til að fá upp töluna sem við ætlum að nota, einnig finnst krökkunum mjög gaman að kasta teningum sjálf og fá þannig tölu til að vinna með.

Tvöföldun

Tvöföldunar bingó;  krakkarnir vinna tveir eða fleiri saman. Allir hafa eitt bingóspjald og skiptast á að draga spil úr spilastokki og tvöfalda töluna á spilinu. Ef dregið er mannspil gildir það ekki og næsti í röðinni dregur spil. Sá vinnur sem er fyrri til að krossa yfir allar tölurnar á bingóspjaldinu sínu.

28879429_10215801657775050_491880095_o
Tvöföldunar bingó

Tvöföldunar leikur þar sem nemendur kasta tening og tvöfalda töluna sem kemur upp. Þeir merkja svo með talningarstriki við töluna og lita einn reit hjá tvöfaldaðri tölunni.

28876430_10215801655975005_1502405317_o
Tvöföldun

Verkefnin má nálgast með því að smella á hlekki undir myndunum.

 

 

Talið í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar talningaverkefni. Nú í haust hefur 1. bekkur verið að æfa talningu upp í 20. Við höfum einnig notað þá í samlagningu þar sem nemendur eru með tvo bakka, kasta töppum í þá og leggja svo saman tölurnar þar sem tapparnir lenda. Þetta höfum við líka útfært á sama hátt með margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum hringina með tölustöfunum frá 1 – 26, má nálgast hér.

img_0165
Hér er verið að telja kubba og pallíettur.

Talnalína

Þessi talnalína er frá 0 – 50 og höfum við notað hana í 1. og 2. bekk. Talnalínuna er bæði hægt að hengja upp á vegg og leggja á gólfið.

img_0119
Talnalínuna má nálgast á teacherspayteachers.com

Í 1. bekk höfum við notað hana upp í 20 þegar við leggjum inn tölurnar frá 11 – 20. Nemendur byrja þá að raða talnalínunni á gólfið og geta einnig  notað hana til að spila.

img_0124
Hér er verið að spila á talnalínunni

Þegar við notum talnalínuna upp í 20 notum við einn tening en tvo þegar talanlínan er upp í 50.

img_0126
Hér er notaður + og – teningur í spilnu

Við höfum einnig búið til tening með + og – merkjum sem segir til um hvort færa eigi spilakarlinn áfram eða aftur á bak. Verkefnið var notað í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Við plöstuðum okkar talnalínur enda höfum við notað þær mikið

Hundrað-, tuga- og einingaspil

Á ráðstefnu Skólaþróunar síðastliðinn ágúst gáfum við gestum okkar teningaspil eftir fyrirlestur okkar. Tvær útgáfur eru af spilinu/leiknum; önnur með hundrað, tugum og einingum – þá eru notaðir 3 teningar og svo hinsvegar með tugum og einingum – en þá eru tveir teningar notaðir. Nemendur geta verið tveir og tveir saman og lagt þá saman stig í lok spilsins eða hver og einn unnið verkefnið sjálfur.

teningaspil2
Hér má nálgast tuga og eininga spilið
teningaspil1
Hér má nálgast hundrað, tuga og eininga spilið

Gott er að hafa spilið báðum megin á blaðinu. Þá er bara að prenta út og kasta teningunum.

 

Talningarstrik

Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast  ýmis fleiri verkefni þar í gegn.

Image result for tally marks games
Hér er hægt að sækja spilið upp í 30.

 

Hér er hægt að sækja spilið upp í 100

Talnaspjöld

Það kemur sér vel að eiga spjöld með tölunum frá 0 – 100 hægt er að finna margar útgáfur af talnaspjöldum á netinu. Spjöldin sem við notuðum má sækja hér, það þarf að prenta þau út í fjórum hlutum. Okkur fannst stærðin mátuleg og litirnir líflegir.

IMG_0187
Spjöldin koma af síðunni activityvillage.co.uk

Hér fyrir neðan eru þrjár einfaldar hugmyndir að hvernig hægt er að nota spjöldin.

Við fengum ábendingu að spjöldin sem við notuðum kosta núna. Hér fyrir neðan er tveir tenglar þar sem nálgast má frí talnaspjöld.

Talnaspjöld upp í 100.

Talnaspjöld upp í 120.

Hugmynd 1:
Draga spjald og finna til tugi og einingar sem jafngilda sömu tölu og á spjaldinu.

IMG_0203
Enter a caption

Hugmynd 2:
Hér er tölunum raðað eftir stærð. Við skiptum hverjum bunka af spjöldum í tvo hluta, handahófskennt og þurftu börnin þá finna út hvaða tala kæmi næst þar sem það vantaði inn í talnaröðina.

IMG_0209

Hugmynd 3:
Hér er einnig notaður bunki með handahófskenndum tölum. Börnin skiptu tölunum svo í sléttar tölur og oddatölur.

IMG_0227

Búðarleikur

Búðarleikur vekur alltaf mikla lukku en oft þarf að sanka að sér vörum fyrir búðina og stundum takmarkað pláss til að geyma vöruúrvalið. Við brugðum því á það ráð að útbúa spjöld með myndum og verði á vörunni fyrir neðan.

IMG_0092
Hér má nálgast peningaupphæðir undir 100 kr.

Spjöldin eru af stærðinni A6 og eru með upphæðum undir 100 kr. Krakkarnir fengu átta spjöld og jafnmörg umslög með peningum, við settum í þau handahófskenndar peningaupphæðir. Krakkarnir þurftu að telja hversu mikill peningur var í umslaginu og keyptu svo þá vöru sem þau höfðu ráð á. Í upphafi var líka skiptimynt fyrir búðarkassann og  fengu til baka ef það átti við.

Þetta verkefni notuðum við svo aftur seinna þegar við vorum farin að vinna með þriggja stafa tölur og festum ný verð á spjöldin.

IMG_0128
Hér má nálgast upphæðir á bilinu 100 -990 kr.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Gott er að hafa umslögin í mismunandi litum og fær hver hópur einn lit. Hægt er að láta nemendur klippa út myndir úr bæklingum og líma á spjöldin.