Pastaréttur

50003255_2027461890666797_1888805408508739584_n

Við vorum að byrja á deilingu og ákváðum að leika okkur aðeins með pasta. Við skiptum pasta í poka og höfðum mismikið í þeim, pokinn sem var með mest í var með 100 stykkjum af pasta. Ekki var talið nákvæmlega í hina pokana, þar sem stundum eitthvað týnist eða ruglast á milli poka.

49344913_377047356404844_5037803124161511424_n

Krakkarnir tóku sex diska og svo einn poka með pasta. Þau byrjuðu á því að telja pastað og skiptu því svo jafnt á tvo diska því næst þrjá og svo koll af kolli þar til búið var að skipta því á sex diska.

Verkefnið var unnið í hringekju og voru tíu krakkar á stöðinni í einu og unnu tveir eða fleiri saman. Við vorum með átta poka með pasta fyrir þau til að telja og deila á milli diskana. Ekki þurfti að skrifa neitt niður en það er alveg möguleiki að skrifa niðurstöður á tússtöflur eða í reikningsbók.

 

Talið í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar talningaverkefni. Nú í haust hefur 1. bekkur verið að æfa talningu upp í 20. Við höfum einnig notað þá í samlagningu þar sem nemendur eru með tvo bakka, kasta töppum í þá og leggja svo saman tölurnar þar sem tapparnir lenda. Þetta höfum við líka útfært á sama hátt með margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum hringina með tölustöfunum frá 1 – 26, má nálgast hér.

img_0165
Hér er verið að telja kubba og pallíettur.

Talnalína

Þessi talnalína er frá 0 – 50 og höfum við notað hana í 1. og 2. bekk. Talnalínuna er bæði hægt að hengja upp á vegg og leggja á gólfið.

img_0119
Talnalínuna má nálgast á teacherspayteachers.com

Í 1. bekk höfum við notað hana upp í 20 þegar við leggjum inn tölurnar frá 11 – 20. Nemendur byrja þá að raða talnalínunni á gólfið og geta einnig  notað hana til að spila.

img_0124
Hér er verið að spila á talnalínunni

Þegar við notum talnalínuna upp í 20 notum við einn tening en tvo þegar talanlínan er upp í 50.

img_0126
Hér er notaður + og – teningur í spilnu

Við höfum einnig búið til tening með + og – merkjum sem segir til um hvort færa eigi spilakarlinn áfram eða aftur á bak. Verkefnið var notað í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Við plöstuðum okkar talnalínur enda höfum við notað þær mikið

Hundrað-, tuga- og einingaspil

Á ráðstefnu Skólaþróunar síðastliðinn ágúst gáfum við gestum okkar teningaspil eftir fyrirlestur okkar. Tvær útgáfur eru af spilinu/leiknum; önnur með hundrað, tugum og einingum – þá eru notaðir 3 teningar og svo hinsvegar með tugum og einingum – en þá eru tveir teningar notaðir. Nemendur geta verið tveir og tveir saman og lagt þá saman stig í lok spilsins eða hver og einn unnið verkefnið sjálfur.

teningaspil2
Hér má nálgast tuga og eininga spilið
teningaspil1
Hér má nálgast hundrað, tuga og eininga spilið

Gott er að hafa spilið báðum megin á blaðinu. Þá er bara að prenta út og kasta teningunum.

 

Talningarstrik

Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast  ýmis fleiri verkefni þar í gegn.

Image result for tally marks games
Hér er hægt að sækja spilið upp í 30.

 

Hér er hægt að sækja spilið upp í 100

Sparigrísinn

Þegar nemendur voru að vinna með peninga í vetur þá útbjuggum við þetta spil. Hugmyndin kemur úr kennsluleiðbeiningunum úr Sprota en við útfærðum það á okkar hátt.

IMG_0167
Hér má nálgast fyrirmæli fyrir spilið.

Spilið gengur þannig fyrir sig að nemendur fylla sparigrísinn sinn með ákveðinni upphæð. Notaðir eru þrír teningar í mismunandi litum, nemendur ákveða hvaða litur táknar hundruð, tugi og einingar.

IMG_0178
Hér hefur nemandi fengið 242 og fjarlægir því 242kr. úr sparibauk mótspilara.

Teningunum er kastað og sá sem kastaði fjarlægir þá upphæð sem teningarnir segja til um úr sparibauk mótspilara. Upphæðin fer ekki í annan sparigrís heldur er hún lögð til hliðar. Sá tapar sem fyrr er með tóman grís. Við fundum grísina með því að google með því að slá inn  “piggy bank template”

 

Búðarleikur

Búðarleikur vekur alltaf mikla lukku en oft þarf að sanka að sér vörum fyrir búðina og stundum takmarkað pláss til að geyma vöruúrvalið. Við brugðum því á það ráð að útbúa spjöld með myndum og verði á vörunni fyrir neðan.

IMG_0092
Hér má nálgast peningaupphæðir undir 100 kr.

Spjöldin eru af stærðinni A6 og eru með upphæðum undir 100 kr. Krakkarnir fengu átta spjöld og jafnmörg umslög með peningum, við settum í þau handahófskenndar peningaupphæðir. Krakkarnir þurftu að telja hversu mikill peningur var í umslaginu og keyptu svo þá vöru sem þau höfðu ráð á. Í upphafi var líka skiptimynt fyrir búðarkassann og  fengu til baka ef það átti við.

Þetta verkefni notuðum við svo aftur seinna þegar við vorum farin að vinna með þriggja stafa tölur og festum ný verð á spjöldin.

IMG_0128
Hér má nálgast upphæðir á bilinu 100 -990 kr.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Gott er að hafa umslögin í mismunandi litum og fær hver hópur einn lit. Hægt er að láta nemendur klippa út myndir úr bæklingum og líma á spjöldin.

 

Tuga og einingaspil

Hér er verið að vinna með tugi og einingar. Þetta spil svipar til bankaleiksins sem margir þekkja. Spilið var valið því nemendur eiga auðvelt með að átta sig á hvenær skipta á út tug fyrir einingar, svo er það líka svo litríkt og skemmtilega uppsett. Spilið má
nálgast hér og er frítt.

IMG_0136
Tveir spila saman og notaðir eru tveir teningar ásamt tuga og eininga kubbum.

Það fylgja skífur með spilinu, til útprentunar sem segja til um fjölda kubba sem á að taka.Við völdum að nota tvö teninga, þá þurftu krakkarnir að leggja saman tvær tölur.

IMG_0137
Hér er byrjað að spila.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir og tveir saman.

Talning 1-15

Á vefnum teacherspayteachers má finna ýmislegt gagnlegt. Þar er hægt að nálgast verkefni, spil og fleira, til að geta sótt efni þarf að vera skráður notandi. Við duttum þarna inn í gegnum Pinterest. Spjöldin sem við notum í talningaverkefninu í þessari færslu fundum við á Tpt og má sækja hér.

IMG_0101
Spjöld með tölum og plast hlekkir.

Þessi spjöld urðu fyrir valinu þar sem fjöldinn er sýndur á spjaldinu ásamt tölunni. Töluorðin eru á ensku á spjöldunum, við límdum yfir orðin þegar við ljósrituðum í fyrsta skipti. Ef gera á fleiri en eitt sett er gott að ljósrita í mismunandi litum, þá er fljótlegt að flokka ef eitthvað ruglast.

IMG_0098
Búið að hengja jafnmarga plast hlekki í spjaldið og talan segir til um.

Verkefnið var notað í hringekju, stöðvavinnu, og unnu tveir nemendur saman.

Talning

Þegar börn eru að byrja að æfa sig að telja er gaman að gera það á sem fjölbreyttastan hátt. Hér má sjá hugmynd að einföldu talningaverkefni.

IMG_0040
Pípuhreinsarar með tölustöfum og ýmsar perlur.
IMG_0035
Hér er búið að þræða jafnmargar perlur upp á pípuhreinsaran eins og tölurnar segja til um.