
Litlu lestrarhestarnir sendu okkur tvö jólaverkefni.
Í verkefnunum lesa krakkarnir fyrirmæli og lita eða teikna eftir þeim. Einnig er mögulegt ef nemendur eru ekki byrjaðir að lesa sjálfir má lesa fyrirmælin fyrir þá.
Litlu lestrarhestarnir sendu okkur tvö jólaverkefni.
Í verkefnunum lesa krakkarnir fyrirmæli og lita eða teikna eftir þeim. Einnig er mögulegt ef nemendur eru ekki byrjaðir að lesa sjálfir má lesa fyrirmælin fyrir þá.
Við vorum að útbúa jólabók fyrir okkur þar sem við söfnum saman allskonar jólaverkefnum, litamyndum og þessháttar. Við gerðum þessi blöð fyrir bókina og ákváðum að deila þeim einnig hér
Samlagning upp í 100
Samlagning tugir og einingar
Frádráttur undir 50
Jólasúpa
Hér fyrir neðan eru tvö verkefni. Fyrra verkefnið hentar þeim sem eru óvanir að nota vasareikni og þurfa aðeins að átta sig á hvernig hann er notaður. Þegar við byrjuðum lékum við okkur aðeins og þau prufðu að slá inn fullt af tölum svo æfðum við okkur á að hreinsa og fá 0. Þegar við byrjuðum að reikna teiknuðum við reiti upp á töflu, jafnmarga og takkana sem ýta þurfti á. Því næst settum við tölur og tákn inn í reitina og prufuðum saman. Gott er að byrja á því að leggja saman tvær tölur undir 10 þ.e. að þurfa ekki að ýta á tvo takka á vasareikninum til að búa til tölu t.d. að ýta á 1 og 3 til að búa til töluna 13. Það sem við rákum okkur á er að minna á að ýta á = til að fá útkomuna og að hreinsa skjáinn til að fá 0 áður en við byrjum á næsta dæmi. Sumir áttu það til að ruglast á því hvort það væri talan 2 eða 5 sem væri á skjánum og getur þá hjálpað til að skoða tölurnar á tökkunum til að sjá hvernig 2 og 5 eiga að snúa þegar við erum ekki viss.
Verkefnið er tvær síður og með því að ljósrita báðu megin og brjóta í saman í helming verður til lítil bók.
Vasareiknir verkefni 1. Samlagning eins og tveggja stafa tölur.
Vasareiknir verkefni 2. Samlagning tveggja stafa tölur.
Hér eru nokkur satt og ósatt verkefni sem við vorum að föndra. Krakkarnir klippa út dæmin, reikna og líma þau svo í þann dálk sem á við. Þetta eru samlagningardæmi en einnig eru einfaldar jöfnur sem þau geta spreytt sig á.
Smá kennaratrix, ef blaðið á að fara í möppu er gott að gata efri helming blaðsins eins og á myndinni hérna fyrir ofan. Gott er að benda krökkunum á að klippa niður nokkur dæmi í einu, þannig er auðveldra að halda utan um verkefnið.
Hér fyrir neðan eru blöð með samlagningu og frádrætti.
Blöðin eru með dæmum framan og aftan á og er svolítið bil á milli dæmanna ef krakkarnir vilja nota teikningar við lausn á dæmunum. Hjá okkur notuðu margir einnig kubba til að finna lausnina.
Blöð með samlagningu undir 10
Blöð með samlagningu 10 – 20
Blöð með samlagningu 10 – 30
Blöð með samlagningu 30 – 50
Blöð með samlagningu 50 – 100
Blöð með samlagningu 100 – 150
Blöð með frádrætti undir 10
Blöð með frádrætti 10 – 50
Blöð með frádrættir 10 – 50
Hér er formasúpa með þrívíðum formum. Krakkarnir lita formin í ákveðnum litum og telja þau. Í lokin á svo að svara tveimur spurningum.
Súpuna má nágast hér:
Hér er skemmtilegt spil sem við sáum á netinu. Spilið er þannig að tveir spila saman og eru með óútfyllta hundraðtöflu og sitt hvorn litinn. Leikmenn skiptast á að skrifa tölu inn í töfluna og þarf að setja hana á réttan stað í töflunni. Þegar fjórar tölur í sama lit eru komnar í röð fær sá með þann lit eitt stig. Haldið er áfram þangað til búið er að fylla út alla töfluna. Einnig er hægt að nota þriggja stafa tölur. Spilið er góð æfing í því hvernig töflurnar eru byggðar upp og til að æfa krakkana í að hoppa áfram og aftur á bak um heila tugi.
Hér eru verkefnablöð (blöðin má nálgast neðst í þessari færslu) sem við gerðum þegar við vorum að æfa okkur að leggja saman heila tugi. Öll dæmin fara yfir 100 og hvöttum við krakkana til að nota ,,aðstoðarmenn” við vinnuna. Margir völdu að nota kubba við vinnuna.
Krakkarnir notuðu kubbana á mismunandi vegu. Sumir notuðu kubbana fyrir báðar tölurnar og aðrir notuðu þá til að telja áfram frá hærri tölunni.
Aftan á blaðinu var verkefni þar sem krakkarnir lásu þriggja stafa tölur og skrifuðu niður.
Við gerðum annað verkefni þar sem þau byrjuðu á því að leggja saman einingar, tugi og svo hundruð. Í þessu verkefni kviknaði á nokkrum ljósaperum þegar þau sáu samhengið á milli talnanna. Þegar verið er að leggja saman heila tugi og hundruð er oft nóg að leggja saman fremstu tölurnar og bæta svo núlli eða núllum aftan við.
Í íslensku notum við oft orðasúpur og hafa krakkarnir mjög gaman að því að leysa þær. Við gerðum því talnasúpur fyrir þau til að leysa í stærðfræði. Talnasúpurnar eru þrjár með tveggja, þriggja og fjögurra stafa tölum . Þær eru hér í viðhengi fyrir neðan og þarf bara að prenta út og byrja!
Talnasúpa tveggja stafa tölur.
Talnasúpa þriggja stafa tölur.
Talnasúpa fögurra stafa stöfur.
Á netinu er einnig hægt að finna talnasúpur með því að leita eftir “number word search” og koma þá ýmsir möguleikar af verkefnablöðum. Að auki er hægt að finna forrit sem búa til talnasúpur sem svo mögulegt er að prenta út sjálf/ur.
Hér eru nokkur orðadæmi um páskaegg sem framleidd eru í sælgætisverksmiðjunni Slikkerí. Verkefnið er í word skjali svo mögulegt er að breyta tölunum fyrir það þyngdarstig sem þarf. Við notuðum verkefnið í 2. bekk.
Verkefnið má nálgast hér: Páskaeggin2019