Peningar

43055721_962857293911834_2523382020424335360_n

Þessi spjöld gerðum við upphaflega fyrir búðarleik sem sagt er frá í annarri færslu hérna á síðunni. Þau hafa reynst okkur vel og hægt er nýta þau á margvíslegan hátt og einnig vekja leikföngin áhuga hjá börnunum. Við útbjuggum okkar spjöld sjálfar og plöstuðum en það gæti verið gaman að fá krakkana í lið með sér og þau búa sjöldin til sjálf. Þau æfa sig að klippa og þjálfa fínhreyfingar í leiðinni.

43058997_270080396951580_4723005514835820544_n

Hér notum spjöldin í samlagningu, nemendur draga tvö spjöld og nota peninga við að leysa dæmið.

Upphaflega voru spjöldin gerð með tveggja stafa tölum en þegar við fórum að vinna með þriggja stafa tölur gerðum við nýja miða með hærri upphæðum. Nýju miðarnir voru svo festir á spjöldin með kennaratyggjói. Miðana má nálgast undir myndunum hér fyrir neðan.

43052391_139939816961266_4846755655916191744_n
Upphæðir 21 kr.  – 99 kr.

Í þessu verkefni voru krakkanir að æfa sig með peninga og finna rétta upphæð úr peningakassanum. Þau voru þá tvö saman með nokkur spjöld og lögðu rétta upphæð á spjaldið.

43167756_918611938319007_2425798924645171200_n
Upphæðir 100 kr. – 990 kr.

Hér eru sömu spjöld en búið að setja hærri upphæðir á þau. Verkefnið er það sama að finna rétta upphæð úr peningakassanum. Við höfum bæði notað þetta verkefni á stöð í hringekju en þetta er einnig gott aukaverkefni til að grípa í þegar einhver klárar verkefni.

 

Sparigrísinn

Þegar nemendur voru að vinna með peninga í vetur þá útbjuggum við þetta spil. Hugmyndin kemur úr kennsluleiðbeiningunum úr Sprota en við útfærðum það á okkar hátt.

IMG_0167
Hér má nálgast fyrirmæli fyrir spilið.

Spilið gengur þannig fyrir sig að nemendur fylla sparigrísinn sinn með ákveðinni upphæð. Notaðir eru þrír teningar í mismunandi litum, nemendur ákveða hvaða litur táknar hundruð, tugi og einingar.

IMG_0178
Hér hefur nemandi fengið 242 og fjarlægir því 242kr. úr sparibauk mótspilara.

Teningunum er kastað og sá sem kastaði fjarlægir þá upphæð sem teningarnir segja til um úr sparibauk mótspilara. Upphæðin fer ekki í annan sparigrís heldur er hún lögð til hliðar. Sá tapar sem fyrr er með tóman grís. Við fundum grísina með því að google með því að slá inn  “piggy bank template”

 

Búðarleikur

Búðarleikur vekur alltaf mikla lukku en oft þarf að sanka að sér vörum fyrir búðina og stundum takmarkað pláss til að geyma vöruúrvalið. Við brugðum því á það ráð að útbúa spjöld með myndum og verði á vörunni fyrir neðan.

IMG_0092
Hér má nálgast peningaupphæðir undir 100 kr.

Spjöldin eru af stærðinni A6 og eru með upphæðum undir 100 kr. Krakkarnir fengu átta spjöld og jafnmörg umslög með peningum, við settum í þau handahófskenndar peningaupphæðir. Krakkarnir þurftu að telja hversu mikill peningur var í umslaginu og keyptu svo þá vöru sem þau höfðu ráð á. Í upphafi var líka skiptimynt fyrir búðarkassann og  fengu til baka ef það átti við.

Þetta verkefni notuðum við svo aftur seinna þegar við vorum farin að vinna með þriggja stafa tölur og festum ný verð á spjöldin.

IMG_0128
Hér má nálgast upphæðir á bilinu 100 -990 kr.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Gott er að hafa umslögin í mismunandi litum og fær hver hópur einn lit. Hægt er að láta nemendur klippa út myndir úr bæklingum og líma á spjöldin.