Núna erum við að læra um klukkuna og þá nýtum við okkur púslhugmyndina frá því áður. Notaðir eru þrír púslbitar, tímasetning skrifuð í miðjuna með bókstöfum og tímasetningar tölvuklukku að morgni og eftir hádegi.
Púslið er sett í nokkra poka og eru um 9 tímasetningar í hverjum þeirra. Við setjum lítil merki í hornin, t.d. kross og hringi, svo við vitum í hvaða poka bitarnir sem finnast á gólfinu eiga að vera.