Samlagning og frádráttur

82245740_2920680811316815_187455264973127680_n

Hér fyrir neðan eru blöð með samlagningu og frádrætti.

Blöðin eru með dæmum framan og aftan á og er svolítið bil á milli dæmanna ef krakkarnir vilja nota teikningar við lausn á dæmunum. Hjá okkur notuðu margir einnig kubba til að finna lausnina.

Blöð með samlagningu undir 10
Blöð með samlagningu 10 – 20
Blöð með samlagningu 10 – 30
Blöð með samlagningu 30 – 50
Blöð með samlagningu 50 – 100
Blöð með samlagningu 100 – 150

Blöð með frádrætti undir 10
Blöð með frádrætti 10 – 50
Blöð með frádrættir 10 – 50

Sléttar tölur og oddatölur

Myndband um sléttar tölur og oddatölur. Ef myndbandið er sýnt á stóru tjaldi er gott að taka HD stillinguna af. Það er einfaldlega gert með því að smella á HD neðst í hægra horninu.

Samlagning

44054707_2161291784143492_2034998239769395200_n (1)
Hér eru tugastangir notaðar.

Hér eru verkefnablöð (blöðin má nálgast neðst í þessari færslu) sem við gerðum þegar við vorum að æfa okkur að leggja saman heila tugi. Öll dæmin fara yfir 100 og hvöttum við krakkana til að nota ,,aðstoðarmenn” við vinnuna. Margir völdu að nota kubba við vinnuna.

44033721_1106900879464881_2095146469316100096_n
Hér eru tugastangirnar notaðar til að telja áfram.

Krakkarnir notuðu kubbana á mismunandi vegu. Sumir notuðu kubbana fyrir báðar tölurnar og aðrir notuðu þá til að telja áfram frá hærri tölunni.

43951220_341206996448482_62190142898569216_n
Hér voru teiknuð strik í stað kubba.

Aftan á blaðinu var verkefni þar sem krakkarnir lásu þriggja stafa tölur og skrifuðu niður.

44073589_180795686140138_5152651898276282368_n
Lesið og skrifað.

Við gerðum annað verkefni þar sem þau byrjuðu á því að leggja saman einingar, tugi og svo hundruð. Í þessu verkefni kviknaði á nokkrum ljósaperum þegar þau sáu samhengið á milli talnanna. Þegar verið er að leggja saman heila tugi og hundruð er oft nóg að leggja saman fremstu tölurnar og bæta svo núlli eða núllum aftan við.

44034095_2241460046133061_1806277611916099584_n
Kubbar notaðir við vinnu.

Verkefni: Leggðu saman tugina.

Verkefni: Einingar, tugir, hundruð.

Flatarmál

31081656_10216200774512719_3709824031084511232_n

Við erum að byrja vinnu með flatarmál í 2. bekk. Finnum út flatarmál með því að telja reiti, mæla fleti með ýmsum hlutum og svo bera saman stærðir mismunandi flata.

flatarmál1
Hér má nálgast verkefnið.

Í þessu verkefni er byrjað á því að kasta tveimur teningum og lita jafnmarga reiti og talan sem kemur upp á teningunum. Þetta er gert með mismunandi litum þangað til búið er að lita alla reitina. Eftir það er hver litaflötur klipptur út og fletirnir svo límdir á annað blað.

31166843_10216200774552720_1334589228134170624_n31150244_10216200774312714_6547256611402940416_n

Úr þessu verða til fjölbreyttar og líflegar myndir hjá krökkunum sem sóma sér vel t.d. uppi á vegg. Þar sem allar myndirnar hafa sama flatarmálið er gaman að bera myndirnar saman og ræða hvers vegna þær virka misstórar.
Verkefnið var unnið í 2. bekk hjá okkur en ætti að henta öðrum aldurshópum.
Góða skemmtun!

Tvöföldun

Tvöföldunar bingó;  krakkarnir vinna tveir eða fleiri saman. Allir hafa eitt bingóspjald og skiptast á að draga spil úr spilastokki og tvöfalda töluna á spilinu. Ef dregið er mannspil gildir það ekki og næsti í röðinni dregur spil. Sá vinnur sem er fyrri til að krossa yfir allar tölurnar á bingóspjaldinu sínu.

28879429_10215801657775050_491880095_o
Tvöföldunar bingó

Tvöföldunar leikur þar sem nemendur kasta tening og tvöfalda töluna sem kemur upp. Þeir merkja svo með talningarstriki við töluna og lita einn reit hjá tvöfaldaðri tölunni.

28876430_10215801655975005_1502405317_o
Tvöföldun

Verkefnin má nálgast með því að smella á hlekki undir myndunum.

 

 

Talnalína

Þessi talnalína er frá 0 – 50 og höfum við notað hana í 1. og 2. bekk. Talnalínuna er bæði hægt að hengja upp á vegg og leggja á gólfið.

img_0119
Talnalínuna má nálgast á teacherspayteachers.com

Í 1. bekk höfum við notað hana upp í 20 þegar við leggjum inn tölurnar frá 11 – 20. Nemendur byrja þá að raða talnalínunni á gólfið og geta einnig  notað hana til að spila.

img_0124
Hér er verið að spila á talnalínunni

Þegar við notum talnalínuna upp í 20 notum við einn tening en tvo þegar talanlínan er upp í 50.

img_0126
Hér er notaður + og – teningur í spilnu

Við höfum einnig búið til tening með + og – merkjum sem segir til um hvort færa eigi spilakarlinn áfram eða aftur á bak. Verkefnið var notað í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Við plöstuðum okkar talnalínur enda höfum við notað þær mikið

Talnaspjöld

Það kemur sér vel að eiga spjöld með tölunum frá 0 – 100 hægt er að finna margar útgáfur af talnaspjöldum á netinu. Spjöldin sem við notuðum má sækja hér, það þarf að prenta þau út í fjórum hlutum. Okkur fannst stærðin mátuleg og litirnir líflegir.

IMG_0187
Spjöldin koma af síðunni activityvillage.co.uk

Hér fyrir neðan eru þrjár einfaldar hugmyndir að hvernig hægt er að nota spjöldin.

Við fengum ábendingu að spjöldin sem við notuðum kosta núna. Hér fyrir neðan er tveir tenglar þar sem nálgast má frí talnaspjöld.

Talnaspjöld upp í 100.

Talnaspjöld upp í 120.

Hugmynd 1:
Draga spjald og finna til tugi og einingar sem jafngilda sömu tölu og á spjaldinu.

IMG_0203
Enter a caption

Hugmynd 2:
Hér er tölunum raðað eftir stærð. Við skiptum hverjum bunka af spjöldum í tvo hluta, handahófskennt og þurftu börnin þá finna út hvaða tala kæmi næst þar sem það vantaði inn í talnaröðina.

IMG_0209

Hugmynd 3:
Hér er einnig notaður bunki með handahófskenndum tölum. Börnin skiptu tölunum svo í sléttar tölur og oddatölur.

IMG_0227

Samlagning með spilum

Það verður allt einhvern veginn meira spennandi þegar það má draga. Við höfum notað spilastokkinn mikið og hér erum við að leggja saman með aðstoð spilanna. Í byrjun drógu krakkarnir tvö spil og lögðu saman. Með því að telja táknin á hverju spili verður samlagningin auðveldari.

IMG_0140
Nemendur drógu tvö spil og lögðu þau saman.

Þegar lengra var haldið og tugirnir voru komnir til sögunnar drógu þau tvö spil og bjuggu til tölu úr þeim og síðan aftur tvö. Að lokum lögðu þau svo þessar tvær tölur saman.

IMG_0143
Hér eru tölurnar 28 og 47 lagðar saman.

Verkefnið var notað í hringekju og oftast unnu nemendur tveir og tveir saman.

Húsin í bænum

Hér er verkefni með sléttum- og oddatölum. Þessi hús er hægt að nálgast og prenta út hér. Við plöstuðum okkar hús. Það er með ásettu ráði að það vantar tölur inn í talnaraðirnar svo krakkarnir þyrftu að ræða sín á milli hvaða húsnúmer væri næst í röðinni.

IMG_0046
Gatan er búin til úr svörtu kartoni og húsin eru fest með kennaratyggjói.