Hér fyrir neðan eru tvö verkefni. Fyrra verkefnið hentar þeim sem eru óvanir að nota vasareikni og þurfa aðeins að átta sig á hvernig hann er notaður. Þegar við byrjuðum lékum við okkur aðeins og þau prufðu að slá inn fullt af tölum svo æfðum við okkur á að hreinsa og fá 0. Þegar við byrjuðum að reikna teiknuðum við reiti upp á töflu, jafnmarga og takkana sem ýta þurfti á. Því næst settum við tölur og tákn inn í reitina og prufuðum saman. Gott er að byrja á því að leggja saman tvær tölur undir 10 þ.e. að þurfa ekki að ýta á tvo takka á vasareikninum til að búa til tölu t.d. að ýta á 1 og 3 til að búa til töluna 13. Það sem við rákum okkur á er að minna á að ýta á = til að fá útkomuna og að hreinsa skjáinn til að fá 0 áður en við byrjum á næsta dæmi. Sumir áttu það til að ruglast á því hvort það væri talan 2 eða 5 sem væri á skjánum og getur þá hjálpað til að skoða tölurnar á tökkunum til að sjá hvernig 2 og 5 eiga að snúa þegar við erum ekki viss.
Verkefnið er tvær síður og með því að ljósrita báðu megin og brjóta í saman í helming verður til lítil bók.
Vasareiknir verkefni 1. Samlagning eins og tveggja stafa tölur.
Vasareiknir verkefni 2. Samlagning tveggja stafa tölur.