Talið í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar talningaverkefni. Nú í haust hefur 1. bekkur verið að æfa talningu upp í 20. Við höfum einnig notað þá í samlagningu þar sem nemendur eru með tvo bakka, kasta töppum í þá og leggja svo saman tölurnar þar sem tapparnir lenda. Þetta höfum við líka útfært á sama hátt með margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum hringina með tölustöfunum frá 1 – 26, má nálgast hér.

img_0165
Hér er verið að telja kubba og pallíettur.

Talnalína

Þessi talnalína er frá 0 – 50 og höfum við notað hana í 1. og 2. bekk. Talnalínuna er bæði hægt að hengja upp á vegg og leggja á gólfið.

img_0119
Talnalínuna má nálgast á teacherspayteachers.com

Í 1. bekk höfum við notað hana upp í 20 þegar við leggjum inn tölurnar frá 11 – 20. Nemendur byrja þá að raða talnalínunni á gólfið og geta einnig  notað hana til að spila.

img_0124
Hér er verið að spila á talnalínunni

Þegar við notum talnalínuna upp í 20 notum við einn tening en tvo þegar talanlínan er upp í 50.

img_0126
Hér er notaður + og – teningur í spilnu

Við höfum einnig búið til tening með + og – merkjum sem segir til um hvort færa eigi spilakarlinn áfram eða aftur á bak. Verkefnið var notað í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Við plöstuðum okkar talnalínur enda höfum við notað þær mikið