Hér eru nokkur orðadæmi með Eurovison þema um ferð Daða og Gagnamagnsins til Hollands.
Tag: frádráttur
Jólastærðfræði

Við vorum að útbúa jólabók fyrir okkur þar sem við söfnum saman allskonar jólaverkefnum, litamyndum og þessháttar. Við gerðum þessi blöð fyrir bókina og ákváðum að deila þeim einnig hér
Samlagning upp í 100
Samlagning tugir og einingar
Frádráttur undir 50
Jólasúpa

Samlagning og frádráttur
Hér fyrir neðan eru blöð með samlagningu og frádrætti.
Blöðin eru með dæmum framan og aftan á og er svolítið bil á milli dæmanna ef krakkarnir vilja nota teikningar við lausn á dæmunum. Hjá okkur notuðu margir einnig kubba til að finna lausnina.
Blöð með samlagningu undir 10
Blöð með samlagningu 10 – 20
Blöð með samlagningu 10 – 30
Blöð með samlagningu 30 – 50
Blöð með samlagningu 50 – 100
Blöð með samlagningu 100 – 150
Blöð með frádrætti undir 10
Blöð með frádrætti 10 – 50
Blöð með frádrættir 10 – 50
Talan er!
Vinkona okkar minnti okkur á þetta verkefni um daginn. Það er auðvelt að grípa í það, krefst ekki mikils undirbúnings og mögulegt að framkvæma það á ýmsa vegu fyrir alla aldurshópa. Við skrifum tölu upp á töflu og krakkarnir búa til dæmi í reikningsbókina sína. Gott er að setja tvö til þrjú sýnidæmi með tölunni á töfluna, það hjálpar sumum nemendum að byrja. Við hvetjum þau til að nota hjálpargögn s.s. kubba, talnagrind eða peninga til að átta sig á tölunum og hvernig dæmi hægt er að búa til.
Þetta verkefni hentar mjög vel í þegar nemendur eru að koma á mismunandi tímum inn í kennslustund eins og eftir matartíma, íþróttir eða í stuttri kennslustund (20 mín). Oft bjóðum við þeim sem vilja koma og deila sínum dæmum með bekkjarfélögunum upp á töflu. Við köstum stundum teningum til að fá upp töluna sem við ætlum að nota, einnig finnst krökkunum mjög gaman að kasta teningum sjálf og fá þannig tölu til að vinna með.
Búðarleikur
Búðarleikur vekur alltaf mikla lukku en oft þarf að sanka að sér vörum fyrir búðina og stundum takmarkað pláss til að geyma vöruúrvalið. Við brugðum því á það ráð að útbúa spjöld með myndum og verði á vörunni fyrir neðan.
Spjöldin eru af stærðinni A6 og eru með upphæðum undir 100 kr. Krakkarnir fengu átta spjöld og jafnmörg umslög með peningum, við settum í þau handahófskenndar peningaupphæðir. Krakkarnir þurftu að telja hversu mikill peningur var í umslaginu og keyptu svo þá vöru sem þau höfðu ráð á. Í upphafi var líka skiptimynt fyrir búðarkassann og fengu til baka ef það átti við.
Þetta verkefni notuðum við svo aftur seinna þegar við vorum farin að vinna með þriggja stafa tölur og festum ný verð á spjöldin.
Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Gott er að hafa umslögin í mismunandi litum og fær hver hópur einn lit. Hægt er að láta nemendur klippa út myndir úr bæklingum og líma á spjöldin.