Þegar við vorum að byrja vinnu með þriggja stafa tölur notuðum við þessi hundraðtöflupúsl.

Við fundum töflur frá 0 og upp í 1000 hér og klipptum þær svo niður. Nemendur að púsluðu svo töflunum saman aftur.

Gott er að ljósrita þær á karton og hafa þær í mismunandi litum, þannig er betra að flokka þær ef eitthvað blandast saman. Það er líka hægt að púsla ofan á hundraðtöflu sem ekki er búið að klippa niður. Verkefnið var unnið á stöðvum í hringekju.