Samlagning og frádráttur

82245740_2920680811316815_187455264973127680_n

Hér fyrir neðan eru blöð með samlagningu og frádrætti.

Blöðin eru með dæmum framan og aftan á og er svolítið bil á milli dæmanna ef krakkarnir vilja nota teikningar við lausn á dæmunum. Hjá okkur notuðu margir einnig kubba til að finna lausnina.

Blöð með samlagningu undir 10
Blöð með samlagningu 10 – 20
Blöð með samlagningu 10 – 30
Blöð með samlagningu 30 – 50
Blöð með samlagningu 50 – 100
Blöð með samlagningu 100 – 150

Blöð með frádrætti undir 10
Blöð með frádrætti 10 – 50
Blöð með frádrættir 10 – 50

Talið í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar talningaverkefni. Nú í haust hefur 1. bekkur verið að æfa talningu upp í 20. Við höfum einnig notað þá í samlagningu þar sem nemendur eru með tvo bakka, kasta töppum í þá og leggja svo saman tölurnar þar sem tapparnir lenda. Þetta höfum við líka útfært á sama hátt með margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum hringina með tölustöfunum frá 1 – 26, má nálgast hér.

img_0165
Hér er verið að telja kubba og pallíettur.

Talnalína

Þessi talnalína er frá 0 – 50 og höfum við notað hana í 1. og 2. bekk. Talnalínuna er bæði hægt að hengja upp á vegg og leggja á gólfið.

img_0119
Talnalínuna má nálgast á teacherspayteachers.com

Í 1. bekk höfum við notað hana upp í 20 þegar við leggjum inn tölurnar frá 11 – 20. Nemendur byrja þá að raða talnalínunni á gólfið og geta einnig  notað hana til að spila.

img_0124
Hér er verið að spila á talnalínunni

Þegar við notum talnalínuna upp í 20 notum við einn tening en tvo þegar talanlínan er upp í 50.

img_0126
Hér er notaður + og – teningur í spilnu

Við höfum einnig búið til tening með + og – merkjum sem segir til um hvort færa eigi spilakarlinn áfram eða aftur á bak. Verkefnið var notað í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Við plöstuðum okkar talnalínur enda höfum við notað þær mikið

Talningarstrik

Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast  ýmis fleiri verkefni þar í gegn.

Image result for tally marks games
Hér er hægt að sækja spilið upp í 30.

 

Hér er hægt að sækja spilið upp í 100

Talnaspjöld

Það kemur sér vel að eiga spjöld með tölunum frá 0 – 100 hægt er að finna margar útgáfur af talnaspjöldum á netinu. Spjöldin sem við notuðum má sækja hér, það þarf að prenta þau út í fjórum hlutum. Okkur fannst stærðin mátuleg og litirnir líflegir.

IMG_0187
Spjöldin koma af síðunni activityvillage.co.uk

Hér fyrir neðan eru þrjár einfaldar hugmyndir að hvernig hægt er að nota spjöldin.

Við fengum ábendingu að spjöldin sem við notuðum kosta núna. Hér fyrir neðan er tveir tenglar þar sem nálgast má frí talnaspjöld.

Talnaspjöld upp í 100.

Talnaspjöld upp í 120.

Hugmynd 1:
Draga spjald og finna til tugi og einingar sem jafngilda sömu tölu og á spjaldinu.

IMG_0203
Enter a caption

Hugmynd 2:
Hér er tölunum raðað eftir stærð. Við skiptum hverjum bunka af spjöldum í tvo hluta, handahófskennt og þurftu börnin þá finna út hvaða tala kæmi næst þar sem það vantaði inn í talnaröðina.

IMG_0209

Hugmynd 3:
Hér er einnig notaður bunki með handahófskenndum tölum. Börnin skiptu tölunum svo í sléttar tölur og oddatölur.

IMG_0227

Samlagning með spilum

Það verður allt einhvern veginn meira spennandi þegar það má draga. Við höfum notað spilastokkinn mikið og hér erum við að leggja saman með aðstoð spilanna. Í byrjun drógu krakkarnir tvö spil og lögðu saman. Með því að telja táknin á hverju spili verður samlagningin auðveldari.

IMG_0140
Nemendur drógu tvö spil og lögðu þau saman.

Þegar lengra var haldið og tugirnir voru komnir til sögunnar drógu þau tvö spil og bjuggu til tölu úr þeim og síðan aftur tvö. Að lokum lögðu þau svo þessar tvær tölur saman.

IMG_0143
Hér eru tölurnar 28 og 47 lagðar saman.

Verkefnið var notað í hringekju og oftast unnu nemendur tveir og tveir saman.

Búðarleikur

Búðarleikur vekur alltaf mikla lukku en oft þarf að sanka að sér vörum fyrir búðina og stundum takmarkað pláss til að geyma vöruúrvalið. Við brugðum því á það ráð að útbúa spjöld með myndum og verði á vörunni fyrir neðan.

IMG_0092
Hér má nálgast peningaupphæðir undir 100 kr.

Spjöldin eru af stærðinni A6 og eru með upphæðum undir 100 kr. Krakkarnir fengu átta spjöld og jafnmörg umslög með peningum, við settum í þau handahófskenndar peningaupphæðir. Krakkarnir þurftu að telja hversu mikill peningur var í umslaginu og keyptu svo þá vöru sem þau höfðu ráð á. Í upphafi var líka skiptimynt fyrir búðarkassann og  fengu til baka ef það átti við.

Þetta verkefni notuðum við svo aftur seinna þegar við vorum farin að vinna með þriggja stafa tölur og festum ný verð á spjöldin.

IMG_0128
Hér má nálgast upphæðir á bilinu 100 -990 kr.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Gott er að hafa umslögin í mismunandi litum og fær hver hópur einn lit. Hægt er að láta nemendur klippa út myndir úr bæklingum og líma á spjöldin.

 

Tuga og einingaspil

Hér er verið að vinna með tugi og einingar. Þetta spil svipar til bankaleiksins sem margir þekkja. Spilið var valið því nemendur eiga auðvelt með að átta sig á hvenær skipta á út tug fyrir einingar, svo er það líka svo litríkt og skemmtilega uppsett. Spilið má
nálgast hér og er frítt.

IMG_0136
Tveir spila saman og notaðir eru tveir teningar ásamt tuga og eininga kubbum.

Það fylgja skífur með spilinu, til útprentunar sem segja til um fjölda kubba sem á að taka.Við völdum að nota tvö teninga, þá þurftu krakkarnir að leggja saman tvær tölur.

IMG_0137
Hér er byrjað að spila.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir og tveir saman.

Hundraðtöflu púsl

Þegar við vorum að byrja vinnu með þriggja stafa tölur notuðum við þessi hundraðtöflupúsl.

IMG_0098
Hundraðtöflur sem búið er að klippa niður.

Við fundum töflur frá 0 og upp í 1000 hér og klipptum þær svo niður. Nemendur að púsluðu svo töflunum saman aftur.

IMG_0104
Búið að púsla töflunum saman aftur.

Gott er að ljósrita þær á karton og hafa þær í mismunandi litum, þannig er betra að flokka þær ef eitthvað blandast saman. Það er líka hægt að púsla ofan á hundraðtöflu sem ekki er búið að klippa niður. Verkefnið var unnið á stöðvum í hringekju.