Fjögur í röð

fjórir í röð

Út frá formasúpunni okkar gerðum við þetta spil sem er á myndinni hér fyrir ofan. Tveir og tveir spila saman og er hvor um sig með sitthvorn litinn og einn tening. Spilafélagarnir skiptast á að kasta teningnum og lita þrívíða formið sem kemur upp. Þegar náðst hefur að lita fjögur form í röð; lárétt, lóðrétt eða á ská þá fæst eitt stig.

Nota má eitt form úr áður litaðri línu til að fá annað stig. Þetta má sjá hjá bláa leikmanninum hér fyrir ofan en hann er með eina lárétta litaða línu og notar eitt form úr henni til að klára aðra línu á ská.

Þá er bara að prenta út og prófa!

Fjórir í röð spil.

 

Formasúpa

c3berc3advc3adc3b0sc3bapa

Hér er formasúpa með þrívíðum formum. Krakkarnir lita formin í ákveðnum litum og telja þau. Í lokin á svo að svara tveimur spurningum.

Súpuna má nágast hér:

Formasúpa

Spegill, spegill.

49342211_2220841158174276_9077240855554686976_n

Þetta verkefni í speglun sáum við í kennsluleiðbeiningum með Sprota 3a, viðfangsefni kaflans er speglun og samhverfur. Við ákváðum að demba okkur í þetta verkefni og kom það mjög vel út hjá krökkunum.

50294470_280622222611284_6439981556848132096_n

Þetta var þó ekki eins auðvelt og það sýndist og vafðist aðeins fyrir nokkrum. Krakkarnir tóku sér þá krassblað, teiknuðu myndina sem þau vildu gera og prófuðu að setja á hana spegilás áður en þau klipptu myndina út. Svo var komið að því að líma og ef það mistókst, þá prufuðum við bara aftur.

50477455_1318038968334096_3354753827684220928_n

Við notuðum karton í A5 stærð í bakgrunninn og svo var pappírinn til að klippa út helmingurinn af því. Margar mismunandi myndir litu dagsins ljós og allir voru mjög spenntir að fara með speglunarlistaverkin sín heim.

50082534_2278419925765437_771696887404167168_n

 

 

Mynstur

Við rákumst á skemmtilegt verkefni á dögunum þar sem notast var við Legókubba og með þeim mynduð ýmis mynstur eftir fyrirmynd. Þar sem við vorum ekki með mikið af Legókubbum við höndina ákváðum við að nota Unifix kubba í staðinn.

cropped-photo-1.jpg
Hér er hægt að nálgast renningana.

Útbúnir voru renningar með mynstrum í lit og krakkarnir byggðu svo úr Unifix kubbunum eftir þeim mynstrum. Á hverju blaði eru 3 renningar og skárum við blöðin niður og festum saman með splitti á endanum. Í hvern bunka fóru 6 verkefni eða 2 blöð en einnig bættum við við blöðum með auðum dálkum, þannig gátu krakkarnir litað sín eigin mynstur og byggt eftir þeim með kubbunum. Þetta verkefni var notað í hringekju og voru oftast tveir sem unnu saman með einn bunka hverju sinni.