Myndband um einingar, tugi og hundruð. Gott er að taka HD stillingu af ef horft er á myndbandið á stórum skjá.
Tag: Tugir og einingar
Hundrað reita spil
Hér er skemmtilegt spil sem við sáum á netinu. Spilið er þannig að tveir spila saman og eru með óútfyllta hundraðtöflu og sitt hvorn litinn. Leikmenn skiptast á að skrifa tölu inn í töfluna og þarf að setja hana á réttan stað í töflunni. Þegar fjórar tölur í sama lit eru komnar í röð fær sá með þann lit eitt stig. Haldið er áfram þangað til búið er að fylla út alla töfluna. Einnig er hægt að nota þriggja stafa tölur. Spilið er góð æfing í því hvernig töflurnar eru byggðar upp og til að æfa krakkana í að hoppa áfram og aftur á bak um heila tugi.
Samlagning

Hér eru verkefnablöð (blöðin má nálgast neðst í þessari færslu) sem við gerðum þegar við vorum að æfa okkur að leggja saman heila tugi. Öll dæmin fara yfir 100 og hvöttum við krakkana til að nota ,,aðstoðarmenn” við vinnuna. Margir völdu að nota kubba við vinnuna.

Krakkarnir notuðu kubbana á mismunandi vegu. Sumir notuðu kubbana fyrir báðar tölurnar og aðrir notuðu þá til að telja áfram frá hærri tölunni.

Aftan á blaðinu var verkefni þar sem krakkarnir lásu þriggja stafa tölur og skrifuðu niður.

Við gerðum annað verkefni þar sem þau byrjuðu á því að leggja saman einingar, tugi og svo hundruð. Í þessu verkefni kviknaði á nokkrum ljósaperum þegar þau sáu samhengið á milli talnanna. Þegar verið er að leggja saman heila tugi og hundruð er oft nóg að leggja saman fremstu tölurnar og bæta svo núlli eða núllum aftan við.

Hundrað-, tuga- og einingaspil
Á ráðstefnu Skólaþróunar síðastliðinn ágúst gáfum við gestum okkar teningaspil eftir fyrirlestur okkar. Tvær útgáfur eru af spilinu/leiknum; önnur með hundrað, tugum og einingum – þá eru notaðir 3 teningar og svo hinsvegar með tugum og einingum – en þá eru tveir teningar notaðir. Nemendur geta verið tveir og tveir saman og lagt þá saman stig í lok spilsins eða hver og einn unnið verkefnið sjálfur.


Gott er að hafa spilið báðum megin á blaðinu. Þá er bara að prenta út og kasta teningunum.
Talnaspjöld
Það kemur sér vel að eiga spjöld með tölunum frá 0 – 100 hægt er að finna margar útgáfur af talnaspjöldum á netinu. Spjöldin sem við notuðum má sækja hér, það þarf að prenta þau út í fjórum hlutum. Okkur fannst stærðin mátuleg og litirnir líflegir.

Hér fyrir neðan eru þrjár einfaldar hugmyndir að hvernig hægt er að nota spjöldin.
Við fengum ábendingu að spjöldin sem við notuðum kosta núna. Hér fyrir neðan er tveir tenglar þar sem nálgast má frí talnaspjöld.
Hugmynd 1:
Draga spjald og finna til tugi og einingar sem jafngilda sömu tölu og á spjaldinu.

Hugmynd 2:
Hér er tölunum raðað eftir stærð. Við skiptum hverjum bunka af spjöldum í tvo hluta, handahófskennt og þurftu börnin þá finna út hvaða tala kæmi næst þar sem það vantaði inn í talnaröðina.
Hugmynd 3:
Hér er einnig notaður bunki með handahófskenndum tölum. Börnin skiptu tölunum svo í sléttar tölur og oddatölur.
Samlagning með spilum
Það verður allt einhvern veginn meira spennandi þegar það má draga. Við höfum notað spilastokkinn mikið og hér erum við að leggja saman með aðstoð spilanna. Í byrjun drógu krakkarnir tvö spil og lögðu saman. Með því að telja táknin á hverju spili verður samlagningin auðveldari.

Þegar lengra var haldið og tugirnir voru komnir til sögunnar drógu þau tvö spil og bjuggu til tölu úr þeim og síðan aftur tvö. Að lokum lögðu þau svo þessar tvær tölur saman.

Verkefnið var notað í hringekju og oftast unnu nemendur tveir og tveir saman.
Tuga og einingaspil
Hér er verið að vinna með tugi og einingar. Þetta spil svipar til bankaleiksins sem margir þekkja. Spilið var valið því nemendur eiga auðvelt með að átta sig á hvenær skipta á út tug fyrir einingar, svo er það líka svo litríkt og skemmtilega uppsett. Spilið má
nálgast hér og er frítt.

Það fylgja skífur með spilinu, til útprentunar sem segja til um fjölda kubba sem á að taka.Við völdum að nota tvö teninga, þá þurftu krakkarnir að leggja saman tvær tölur.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir og tveir saman.