Púsl

41721349_2104726763111037_7362346141809115136_n
Púslið sem við notuðum.

Hjá okkur eru nokkur púsluspil sem ekki eru í mikilli notkun og vantar jafnvel einhverja bita inn í. Á Pinterest eru hugmyndir hvernig mögulegt að nota púsluspil á annan máta en að púsla saman myndinni. Tugir og einingar eru t.d. teiknaðar á einn púslbita og svo finnur þú töluna á öðrum bita og púslar saman, reiknisdæmi á einum púslbita og útkoman á öðrum og svo má líka púsla saman há og lágstafi í íslensku.

41633893_706285819732114_1271691893100511232_n
Ein röð úr púslinu.

Okkar hugmynd útfærðum við þannig að við notuðum þriggja stafa tölur og skrifuðum aftan á púslið. Tölurnar eru ekki í réttri röð, heldur á víð og dreif frá 90 – 1000, það er byrjað á minnstu tölunni fremst og svo þarf að finna næstu tölu og svo koll af kolli og stærsta talan kemur aftast.

41713976_276609679614970_3494287909152882688_n
Tvær raðir úr púslinu.

Við gerðum líka tvær raðir og er þá púslað út á enda og svo haldið áfram í næstu línu fyrir neðan. Það er ekkert ákveðið bil á milli talnana í þessu verkefni en það er  hugmynd er að láta tölurnar hækka um t.d. 10 eða hundrað á milli púslbita.

41719265_1608162362619371_2821744735528419328_n

Sá möguleiki er líka að krakkarnir gætu útbúið svona verkefni sjálf með ákveðnu bili á milli talnana. Gott ráð er að geyma hverja röð fyrir sig í umslagi eða zip-lock poka svo púslbitarnir ruglist ekki. Við notuðum verkefnið á stöð í hringekju á samt 100 töflu púslum og má finna færslu um þau hér.

 

 

One thought on “Púsl

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s