Tölfræði

41651250_385659795304738_5790508941788053504_n
Hér voru litir valdir sem viðfangsefni.

Við höfum verið að vinna með tölfræði og upplýsingar og í þessu verkefni gerðu krakkarnir sín eigin súlurit. Allir byrjuðu á því að velja sér viðfangsefni til að vinna með og teiknuðu myndir inn á skífu. Margskonar viðfangsefni urðu fyrir valinu m.a. litir, form, farartæki, matur, dýr, emoji og fleira.

41520200_247757715908386_2711514202308083712_n

Verkefnið var unnið í tveimur hlutum og byrjuðum við á því að útbúa skífuna og líma hana inn í reiknibók. Skífan sem við notuðum er í verkefnahefti sem fylgir Sprota 2b og má nálgast hér. Skífan er með 6 svæðum en það er líka til skífa meðsvæðum í verkefnaheftinu.

Í næsta tíma útbjuggu þau tíðnitöflu, sem má nálgast hér, með viðfangsefninu sem þau höfðu valið (sjá á myndinni hér fyrir ofan). Eftir snéru þau bréfaklemmu á skífunni 25 sinnum og skráðu með talningarstrikum í tíðnitöfluna um leið. Að lokum gerðu þau súlurit út frá tíðnitöflunni.

 
Krakkarnir voru mjög áhugasamir og fannst sérstaklega skemmtilegt að velja sín eigin viðfangsefni fyrir súluritið.

41650147_689325484777034_8341182086354305024_n
Hér voru hringir í mismunandi litum fyrir valinu.

 

 

 

Tvöföldun

Tvöföldunar bingó;  krakkarnir vinna tveir eða fleiri saman. Allir hafa eitt bingóspjald og skiptast á að draga spil úr spilastokki og tvöfalda töluna á spilinu. Ef dregið er mannspil gildir það ekki og næsti í röðinni dregur spil. Sá vinnur sem er fyrri til að krossa yfir allar tölurnar á bingóspjaldinu sínu.

28879429_10215801657775050_491880095_o
Tvöföldunar bingó

Tvöföldunar leikur þar sem nemendur kasta tening og tvöfalda töluna sem kemur upp. Þeir merkja svo með talningarstriki við töluna og lita einn reit hjá tvöfaldaðri tölunni.

28876430_10215801655975005_1502405317_o
Tvöföldun

Verkefnin má nálgast með því að smella á hlekki undir myndunum.

 

 

Talningarstrik

Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast  ýmis fleiri verkefni þar í gegn.

Image result for tally marks games
Hér er hægt að sækja spilið upp í 30.

 

Hér er hægt að sækja spilið upp í 100