
Við höfum verið að vinna með tölfræði og upplýsingar og í þessu verkefni gerðu krakkarnir sín eigin súlurit. Allir byrjuðu á því að velja sér viðfangsefni til að vinna með og teiknuðu myndir inn á skífu. Margskonar viðfangsefni urðu fyrir valinu m.a. litir, form, farartæki, matur, dýr, emoji og fleira.
Verkefnið var unnið í tveimur hlutum og byrjuðum við á því að útbúa skífuna og líma hana inn í reiknibók. Skífan sem við notuðum er í verkefnahefti sem fylgir Sprota 2b og má nálgast hér. Skífan er með 6 svæðum en það er líka til skífa meðsvæðum í verkefnaheftinu.
Í næsta tíma útbjuggu þau tíðnitöflu, sem má nálgast hér, með viðfangsefninu sem þau höfðu valið (sjá á myndinni hér fyrir ofan). Eftir snéru þau bréfaklemmu á skífunni 25 sinnum og skráðu með talningarstrikum í tíðnitöfluna um leið. Að lokum gerðu þau súlurit út frá tíðnitöflunni.
Krakkarnir voru mjög áhugasamir og fannst sérstaklega skemmtilegt að velja sín eigin viðfangsefni fyrir súluritið.
