Í geymslunni í skólanum hjá okkur duttum við í lukkupottinn og fundum við þessi brotaspjöld sem fylgdu með bókinni Geisla fyrir einhverjum árum. Þetta eru hinar ýmsu stærðir og mismikið af hverju broti. Hægt er að nálgast brotahringi í verkefnahefti sem fylgir Sprota 4b og eru hringirnir í hluta 2.
Við settum mismikið af hverju broti í umslag og krakkarnir röðuðu þeim svo í rétta stærðarröð. Þá var aðeins horft á brotið ½ ¼ o.s.f.v. en brotin ekki lögð saman strax.
Í lokin settu þau brotin upp í bókina sína og notuðu rúðurnar og lögðu saman. Þetta var verkefni á stöð í hringekju og byrjun á okkar vinnu með almenn brot.