Litlu Lestrarhestar 2

Komin eru fleiri verkefni í Litlu lestrarhestana. Þetta eru lesskilningsverkefni fyrir 1. – 2. bekk og eru einfaldir textar og spurningar sem svarað er eftir lesturinn. Verkefnin eru sett upp á þrjá mismunandi vegu þ.e. krossaspurningar, velja rétta orðið inn í málsgrein og svo skriflegt svar. Hægt er að nálgast verkefnin til útprentunar hér .

Verkefnin voru unnin með styrk úr Þróunarsjóði grunnskólanna í Garðabæ.

Hrekkjavaka

hrekkjav.-ordad

Hér eru nokkur hrekkjavöku verkefni. Tvö verkefni eru með samlagningu og eitt verkefni er með stuttum orðadæmum. Hvert verkefni er tvær síður. Í öðru samlagningar verkefninu eru unnið með einingar, tugi og hundruð og nemendur geta notað áveðið mynstur við lausn dæmana. Annað verkefnið er samlagning undir 100 og er líka tilvalið til að æfa notkun á vasareikni. Orðadæmin henta vel fyrir samvinnu á milli nemenda þar sem þeir geta notað teikningar, kubba, peninga eða vasareikni til að leysa verkefnin.

Samlagning einingar, tugir og hundruð

Samlagning 0 – 20

Samlagning 0 – 100

Orðadæmi

hrekkjav-saml

Jóla lestrarhestar

Litlu lestrarhestarnir sendu okkur tvö jólaverkefni.

Í verkefnunum lesa krakkarnir fyrirmæli og lita eða teikna eftir þeim. Einnig er mögulegt ef nemendur eru ekki byrjaðir að lesa sjálfir má lesa fyrirmælin fyrir þá.

Jólatréð
Piparkökuhúsið

Jólastærðfræði

Við vorum að útbúa jólabók fyrir okkur þar sem við söfnum saman allskonar jólaverkefnum, litamyndum og þessháttar. Við gerðum þessi blöð fyrir bókina og ákváðum að deila þeim einnig hér

Samlagning upp í 100
Samlagning tugir og einingar
Frádráttur undir 50
Jólasúpa

Margföldun

Hér fyrir neðan eru verkefnablöð í margföldun. Þetta eru tvennskonar verkefni; blöð með hefðbundnum margföldunardæmum og svo satt og ósatt verkefnablöð. Þar klippa krakkarnir út dæmin, reikna og líma þau svo í þann dálk sem á við. Hér má finna fleiri satt og ósatt verkefni.

Verkefni í margföldun.
Margföldun 1
Margföldun 2

Satt og ósatt verkefni.
Satt og ósatt 1
Satt og ósatt 2

Samlagning og frádráttur

82245740_2920680811316815_187455264973127680_n

Hér fyrir neðan eru blöð með samlagningu og frádrætti.

Blöðin eru með dæmum framan og aftan á og er svolítið bil á milli dæmanna ef krakkarnir vilja nota teikningar við lausn á dæmunum. Hjá okkur notuðu margir einnig kubba til að finna lausnina.

Blöð með samlagningu undir 10
Blöð með samlagningu 10 – 20
Blöð með samlagningu 10 – 30
Blöð með samlagningu 30 – 50
Blöð með samlagningu 50 – 100
Blöð með samlagningu 100 – 150

Blöð með frádrætti undir 10
Blöð með frádrætti 10 – 50
Blöð með frádrættir 10 – 50

Brot

55957798_803595976663604_6181824198105628672_n

Í geymslunni í skólanum hjá okkur duttum við í lukkupottinn og fundum við þessi brotaspjöld sem fylgdu með bókinni Geisla fyrir einhverjum árum. Þetta eru hinar ýmsu stærðir og mismikið af hverju broti. Hægt er að nálgast brotahringi í verkefnahefti sem fylgir Sprota 4b og eru hringirnir í hluta 2.

55519490_363215317616098_552903307656429568_n

Við settum mismikið af hverju broti í umslag og krakkarnir röðuðu þeim svo í rétta stærðarröð. Þá var aðeins horft á brotið ½ ¼ o.s.f.v. en brotin ekki lögð saman strax.

54434544_1072031322984819_6705427775739658240_n

Í lokin settu þau brotin upp í bókina sína og notuðu rúðurnar og lögðu saman. Þetta var verkefni á stöð í hringekju og byrjun á okkar vinnu með almenn brot.

Fjögur í röð

fjórir í röð

Út frá formasúpunni okkar gerðum við þetta spil sem er á myndinni hér fyrir ofan. Tveir og tveir spila saman og er hvor um sig með sitthvorn litinn og einn tening. Spilafélagarnir skiptast á að kasta teningnum og lita þrívíða formið sem kemur upp. Þegar náðst hefur að lita fjögur form í röð; lárétt, lóðrétt eða á ská þá fæst eitt stig.

Nota má eitt form úr áður litaðri línu til að fá annað stig. Þetta má sjá hjá bláa leikmanninum hér fyrir ofan en hann er með eina lárétta litaða línu og notar eitt form úr henni til að klára aðra línu á ská.

Þá er bara að prenta út og prófa!

Fjórir í röð spil.