Spegill, spegill.

49342211_2220841158174276_9077240855554686976_n

Þetta verkefni í speglun sáum við í kennsluleiðbeiningum með Sprota 3a, viðfangsefni kaflans er speglun og samhverfur. Við ákváðum að demba okkur í þetta verkefni og kom það mjög vel út hjá krökkunum.

50294470_280622222611284_6439981556848132096_n

Þetta var þó ekki eins auðvelt og það sýndist og vafðist aðeins fyrir nokkrum. Krakkarnir tóku sér þá krassblað, teiknuðu myndina sem þau vildu gera og prófuðu að setja á hana spegilás áður en þau klipptu myndina út. Svo var komið að því að líma og ef það mistókst, þá prufuðum við bara aftur.

50477455_1318038968334096_3354753827684220928_n

Við notuðum karton í A5 stærð í bakgrunninn og svo var pappírinn til að klippa út helmingurinn af því. Margar mismunandi myndir litu dagsins ljós og allir voru mjög spenntir að fara með speglunarlistaverkin sín heim.

50082534_2278419925765437_771696887404167168_n