Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar verkefni og fannst okkur tilvalið að nota þá í margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum og hringina með tölustöfunum frá 1 – 26 má nálgast hér.
Í verkefnið þarf tvo bakka og svo tölur fá 1 – 10, tvo tappa, kubba og eitthvað til að skrifa á. Krakkarnir byrja að kasta tveimur töppum í bakkana og margfalda svo saman tölurnar sem tapparnir lentu á. Við notuðum litar tússtöflur sem við eigum til að skrifa á.
Við erum að byrja í margföldun þannig við hvöttum krakkana til að finna sér leið að svarinu, hér er tússtaflan notuð til að teikna leiðina að lausninni.
Hér er svo farin sú leið að nota kubba sér til aðstoðar en nota töfluna til að skrifa upp dæmið. Okkur fannst það að nota tússtöflurnar skemmtileg tilbreyting og gera verkefnið meira spennandi. Við notuðum verkefnið á stöð í hringekju og unnu tveir saman.