Margfaldað í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar verkefni og fannst okkur tilvalið að nota þá í margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum og hringina með tölustöfunum frá 1 – 26 má nálgast hér.

46939899_288324378482159_189834084149624832_n

Í verkefnið þarf tvo bakka og svo tölur fá 1 – 10, tvo tappa, kubba og eitthvað til að skrifa á. Krakkarnir byrja að kasta tveimur töppum í bakkana og margfalda svo saman tölurnar sem tapparnir lentu á. Við notuðum litar tússtöflur sem við eigum til að skrifa á.

47072122_660434141019716_6968343073482866688_n

Við erum að byrja í margföldun þannig við hvöttum krakkana til að finna sér leið að svarinu, hér er tússtaflan notuð til að teikna leiðina að lausninni.

46847370_2107550982659219_701636500403519488_n

Hér er svo farin sú leið að nota kubba sér til aðstoðar en nota töfluna til að skrifa upp dæmið. Okkur fannst það að nota tússtöflurnar skemmtileg tilbreyting og gera verkefnið meira spennandi. Við notuðum verkefnið á stöð í hringekju og unnu tveir saman.

 

Tangram

46165604_253476038670942_1747047023607021568_n

Í vinnu með form, hvort sem það eru tví- eða þrívíð form er gaman að nota tangram. Við vorum að vinna með þrívíð form og var tangram á einni stöð í stærðfræði hringekju hjá okkur. Mögulegt er að nálgast tangram í verkefnaheftum með Sprota 3b og Sprota 4b.
Við ljósrituð þau á karton.

46171912_540782036346010_2612839420331556864_n

Myndir til að púsla eftir saman má finna á netinu með því að leita eftir tangram puzzle template. Myndirnar eru bæði með formunum sýnilegum en einnig líka það sem formin sjást ekki, við vorum með bæði og gátu krakkarnir þá valið hvernig þau unnu verkefnið. Stöðin var mjög vinsæl og voru krakkarnir spenntir að taka tangramið með sér heim en allir klipptu út sitt eigið.

Sléttar tölur og oddatölur

Myndband um sléttar tölur og oddatölur. Ef myndbandið er sýnt á stóru tjaldi er gott að taka HD stillinguna af. Það er einfaldlega gert með því að smella á HD neðst í hægra horninu.