Samlagning og frádráttur

82245740_2920680811316815_187455264973127680_n

Hér fyrir neðan eru blöð með samlagningu og frádrætti.

Blöðin eru með dæmum framan og aftan á og er svolítið bil á milli dæmanna ef krakkarnir vilja nota teikningar við lausn á dæmunum. Hjá okkur notuðu margir einnig kubba til að finna lausnina.

Blöð með samlagningu undir 10
Blöð með samlagningu 10 – 20
Blöð með samlagningu 10 – 30
Blöð með samlagningu 30 – 50
Blöð með samlagningu 50 – 100
Blöð með samlagningu 100 – 150

Blöð með frádrætti undir 10
Blöð með frádrætti 10 – 50
Blöð með frádrættir 10 – 50

Talið í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar talningaverkefni. Nú í haust hefur 1. bekkur verið að æfa talningu upp í 20. Við höfum einnig notað þá í samlagningu þar sem nemendur eru með tvo bakka, kasta töppum í þá og leggja svo saman tölurnar þar sem tapparnir lenda. Þetta höfum við líka útfært á sama hátt með margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum hringina með tölustöfunum frá 1 – 26, má nálgast hér.

img_0165
Hér er verið að telja kubba og pallíettur.

Talnalína

Þessi talnalína er frá 0 – 50 og höfum við notað hana í 1. og 2. bekk. Talnalínuna er bæði hægt að hengja upp á vegg og leggja á gólfið.

img_0119
Talnalínuna má nálgast á teacherspayteachers.com

Í 1. bekk höfum við notað hana upp í 20 þegar við leggjum inn tölurnar frá 11 – 20. Nemendur byrja þá að raða talnalínunni á gólfið og geta einnig  notað hana til að spila.

img_0124
Hér er verið að spila á talnalínunni

Þegar við notum talnalínuna upp í 20 notum við einn tening en tvo þegar talanlínan er upp í 50.

img_0126
Hér er notaður + og – teningur í spilnu

Við höfum einnig búið til tening með + og – merkjum sem segir til um hvort færa eigi spilakarlinn áfram eða aftur á bak. Verkefnið var notað í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Við plöstuðum okkar talnalínur enda höfum við notað þær mikið

Samlagning með spilum

Það verður allt einhvern veginn meira spennandi þegar það má draga. Við höfum notað spilastokkinn mikið og hér erum við að leggja saman með aðstoð spilanna. Í byrjun drógu krakkarnir tvö spil og lögðu saman. Með því að telja táknin á hverju spili verður samlagningin auðveldari.

IMG_0140
Nemendur drógu tvö spil og lögðu þau saman.

Þegar lengra var haldið og tugirnir voru komnir til sögunnar drógu þau tvö spil og bjuggu til tölu úr þeim og síðan aftur tvö. Að lokum lögðu þau svo þessar tvær tölur saman.

IMG_0143
Hér eru tölurnar 28 og 47 lagðar saman.

Verkefnið var notað í hringekju og oftast unnu nemendur tveir og tveir saman.

Talning 1-15

Á vefnum teacherspayteachers má finna ýmislegt gagnlegt. Þar er hægt að nálgast verkefni, spil og fleira, til að geta sótt efni þarf að vera skráður notandi. Við duttum þarna inn í gegnum Pinterest. Spjöldin sem við notum í talningaverkefninu í þessari færslu fundum við á Tpt og má sækja hér.

IMG_0101
Spjöld með tölum og plast hlekkir.

Þessi spjöld urðu fyrir valinu þar sem fjöldinn er sýndur á spjaldinu ásamt tölunni. Töluorðin eru á ensku á spjöldunum, við límdum yfir orðin þegar við ljósrituðum í fyrsta skipti. Ef gera á fleiri en eitt sett er gott að ljósrita í mismunandi litum, þá er fljótlegt að flokka ef eitthvað ruglast.

IMG_0098
Búið að hengja jafnmarga plast hlekki í spjaldið og talan segir til um.

Verkefnið var notað í hringekju, stöðvavinnu, og unnu tveir nemendur saman.