Tvöföldunar bingó; krakkarnir vinna tveir eða fleiri saman. Allir hafa eitt bingóspjald og skiptast á að draga spil úr spilastokki og tvöfalda töluna á spilinu. Ef dregið er mannspil gildir það ekki og næsti í röðinni dregur spil. Sá vinnur sem er fyrri til að krossa yfir allar tölurnar á bingóspjaldinu sínu.

Tvöföldunar leikur þar sem nemendur kasta tening og tvöfalda töluna sem kemur upp. Þeir merkja svo með talningarstriki við töluna og lita einn reit hjá tvöfaldaðri tölunni.

Verkefnin má nálgast með því að smella á hlekki undir myndunum.