
Stærðfræðistofan er með ,,korktöflu” á Pinterest. Þar söfnum við hugmyndum sem okkur finnst sniðugar til að nota í kennsluna.
Ef þið viljið skoða síðuna okkar þá er hún hér.
Stærðfræðistofan er með ,,korktöflu” á Pinterest. Þar söfnum við hugmyndum sem okkur finnst sniðugar til að nota í kennsluna.
Ef þið viljið skoða síðuna okkar þá er hún hér.
Við erum að byrja vinnu með flatarmál í 2. bekk. Finnum út flatarmál með því að telja reiti, mæla fleti með ýmsum hlutum og svo bera saman stærðir mismunandi flata.
Í þessu verkefni er byrjað á því að kasta tveimur teningum og lita jafnmarga reiti og talan sem kemur upp á teningunum. Þetta er gert með mismunandi litum þangað til búið er að lita alla reitina. Eftir það er hver litaflötur klipptur út og fletirnir svo límdir á annað blað.
Úr þessu verða til fjölbreyttar og líflegar myndir hjá krökkunum sem sóma sér vel t.d. uppi á vegg. Þar sem allar myndirnar hafa sama flatarmálið er gaman að bera myndirnar saman og ræða hvers vegna þær virka misstórar.
Verkefnið var unnið í 2. bekk hjá okkur en ætti að henta öðrum aldurshópum.
Góða skemmtun!
Vinkona okkar minnti okkur á þetta verkefni um daginn. Það er auðvelt að grípa í það, krefst ekki mikils undirbúnings og mögulegt að framkvæma það á ýmsa vegu fyrir alla aldurshópa. Við skrifum tölu upp á töflu og krakkarnir búa til dæmi í reikningsbókina sína. Gott er að setja tvö til þrjú sýnidæmi með tölunni á töfluna, það hjálpar sumum nemendum að byrja. Við hvetjum þau til að nota hjálpargögn s.s. kubba, talnagrind eða peninga til að átta sig á tölunum og hvernig dæmi hægt er að búa til.
Þetta verkefni hentar mjög vel í þegar nemendur eru að koma á mismunandi tímum inn í kennslustund eins og eftir matartíma, íþróttir eða í stuttri kennslustund (20 mín). Oft bjóðum við þeim sem vilja koma og deila sínum dæmum með bekkjarfélögunum upp á töflu. Við köstum stundum teningum til að fá upp töluna sem við ætlum að nota, einnig finnst krökkunum mjög gaman að kasta teningum sjálf og fá þannig tölu til að vinna með.