Húsin í bænum

Hér er verkefni með sléttum- og oddatölum. Þessi hús er hægt að nálgast og prenta út hér. Við plöstuðum okkar hús. Það er með ásettu ráði að það vantar tölur inn í talnaraðirnar svo krakkarnir þyrftu að ræða sín á milli hvaða húsnúmer væri næst í röðinni.

IMG_0046
Gatan er búin til úr svörtu kartoni og húsin eru fest með kennaratyggjói.

Talning

Þegar börn eru að byrja að æfa sig að telja er gaman að gera það á sem fjölbreyttastan hátt. Hér má sjá hugmynd að einföldu talningaverkefni.

IMG_0040
Pípuhreinsarar með tölustöfum og ýmsar perlur.
IMG_0035
Hér er búið að þræða jafnmargar perlur upp á pípuhreinsaran eins og tölurnar segja til um.