Margföldun

Hér fyrir neðan eru verkefnablöð í margföldun. Þetta eru tvennskonar verkefni; blöð með hefðbundnum margföldunardæmum og svo satt og ósatt verkefnablöð. Þar klippa krakkarnir út dæmin, reikna og líma þau svo í þann dálk sem á við. Hér má finna fleiri satt og ósatt verkefni.

Verkefni í margföldun.
Margföldun 1
Margföldun 2

Satt og ósatt verkefni.
Satt og ósatt 1
Satt og ósatt 2

Samlagning og frádráttur

82245740_2920680811316815_187455264973127680_n

Hér fyrir neðan eru blöð með samlagningu og frádrætti.

Blöðin eru með dæmum framan og aftan á og er svolítið bil á milli dæmanna ef krakkarnir vilja nota teikningar við lausn á dæmunum. Hjá okkur notuðu margir einnig kubba til að finna lausnina.

Blöð með samlagningu undir 10
Blöð með samlagningu 10 – 20
Blöð með samlagningu 10 – 30
Blöð með samlagningu 30 – 50
Blöð með samlagningu 50 – 100
Blöð með samlagningu 100 – 150

Blöð með frádrætti undir 10
Blöð með frádrætti 10 – 50
Blöð með frádrættir 10 – 50

Spegill, spegill.

49342211_2220841158174276_9077240855554686976_n

Þetta verkefni í speglun sáum við í kennsluleiðbeiningum með Sprota 3a, viðfangsefni kaflans er speglun og samhverfur. Við ákváðum að demba okkur í þetta verkefni og kom það mjög vel út hjá krökkunum.

50294470_280622222611284_6439981556848132096_n

Þetta var þó ekki eins auðvelt og það sýndist og vafðist aðeins fyrir nokkrum. Krakkarnir tóku sér þá krassblað, teiknuðu myndina sem þau vildu gera og prófuðu að setja á hana spegilás áður en þau klipptu myndina út. Svo var komið að því að líma og ef það mistókst, þá prufuðum við bara aftur.

50477455_1318038968334096_3354753827684220928_n

Við notuðum karton í A5 stærð í bakgrunninn og svo var pappírinn til að klippa út helmingurinn af því. Margar mismunandi myndir litu dagsins ljós og allir voru mjög spenntir að fara með speglunarlistaverkin sín heim.

50082534_2278419925765437_771696887404167168_n

 

 

Pastaréttur

50003255_2027461890666797_1888805408508739584_n

Við vorum að byrja á deilingu og ákváðum að leika okkur aðeins með pasta. Við skiptum pasta í poka og höfðum mismikið í þeim, pokinn sem var með mest í var með 100 stykkjum af pasta. Ekki var talið nákvæmlega í hina pokana, þar sem stundum eitthvað týnist eða ruglast á milli poka.

49344913_377047356404844_5037803124161511424_n

Krakkarnir tóku sex diska og svo einn poka með pasta. Þau byrjuðu á því að telja pastað og skiptu því svo jafnt á tvo diska því næst þrjá og svo koll af kolli þar til búið var að skipta því á sex diska.

Verkefnið var unnið í hringekju og voru tíu krakkar á stöðinni í einu og unnu tveir eða fleiri saman. Við vorum með átta poka með pasta fyrir þau til að telja og deila á milli diskana. Ekki þurfti að skrifa neitt niður en það er alveg möguleiki að skrifa niðurstöður á tússtöflur eða í reikningsbók.

 

Margfaldað í bakka

Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar verkefni og fannst okkur tilvalið að nota þá í margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum og hringina með tölustöfunum frá 1 – 26 má nálgast hér.

46939899_288324378482159_189834084149624832_n

Í verkefnið þarf tvo bakka og svo tölur fá 1 – 10, tvo tappa, kubba og eitthvað til að skrifa á. Krakkarnir byrja að kasta tveimur töppum í bakkana og margfalda svo saman tölurnar sem tapparnir lentu á. Við notuðum litar tússtöflur sem við eigum til að skrifa á.

47072122_660434141019716_6968343073482866688_n

Við erum að byrja í margföldun þannig við hvöttum krakkana til að finna sér leið að svarinu, hér er tússtaflan notuð til að teikna leiðina að lausninni.

46847370_2107550982659219_701636500403519488_n

Hér er svo farin sú leið að nota kubba sér til aðstoðar en nota töfluna til að skrifa upp dæmið. Okkur fannst það að nota tússtöflurnar skemmtileg tilbreyting og gera verkefnið meira spennandi. Við notuðum verkefnið á stöð í hringekju og unnu tveir saman.

 

Horn

IMG_0100

Eftir eitt verkefni áttum við eftir marga pappírsrenninga úr kartoni og datt okkur í hug að búa til ,,hornamæla” úr þeim. Gerð voru göt í annan endan og sett splitti þar í gegn svo hægt væri að hreyfa mælana.

IMG_0096

Við teiknuðum mismunandi horn á blöð; rétt, hvöss og gleið og festum upp á vegg. Krakkarnir löbbuðu svo á milli myndana og mældu hornin með ,,hornamælunum”
í einskonar stærðfræði sóknarskrift.

44787238_1176719179144531_550825411068559360_n

Þau voru með reiknisbókina sína og skrifuðu hvort hornin sem þau mældu væru rétt, gleið eða hvöss í bókina.

IMG_0098

Við gerðum líka form þar sem nokkur horn voru mæld. Þeir sem kláruðu áður en tíminn var búinn mældu svo hin ýmsu horn sem þeir fundu á ganginum hjá okkur.

 

 

Samlagning

44054707_2161291784143492_2034998239769395200_n (1)
Hér eru tugastangir notaðar.

Hér eru verkefnablöð (blöðin má nálgast neðst í þessari færslu) sem við gerðum þegar við vorum að æfa okkur að leggja saman heila tugi. Öll dæmin fara yfir 100 og hvöttum við krakkana til að nota ,,aðstoðarmenn” við vinnuna. Margir völdu að nota kubba við vinnuna.

44033721_1106900879464881_2095146469316100096_n
Hér eru tugastangirnar notaðar til að telja áfram.

Krakkarnir notuðu kubbana á mismunandi vegu. Sumir notuðu kubbana fyrir báðar tölurnar og aðrir notuðu þá til að telja áfram frá hærri tölunni.

43951220_341206996448482_62190142898569216_n
Hér voru teiknuð strik í stað kubba.

Aftan á blaðinu var verkefni þar sem krakkarnir lásu þriggja stafa tölur og skrifuðu niður.

44073589_180795686140138_5152651898276282368_n
Lesið og skrifað.

Við gerðum annað verkefni þar sem þau byrjuðu á því að leggja saman einingar, tugi og svo hundruð. Í þessu verkefni kviknaði á nokkrum ljósaperum þegar þau sáu samhengið á milli talnanna. Þegar verið er að leggja saman heila tugi og hundruð er oft nóg að leggja saman fremstu tölurnar og bæta svo núlli eða núllum aftan við.

44034095_2241460046133061_1806277611916099584_n
Kubbar notaðir við vinnu.

Verkefni: Leggðu saman tugina.

Verkefni: Einingar, tugir, hundruð.

Tölfræði

41651250_385659795304738_5790508941788053504_n
Hér voru litir valdir sem viðfangsefni.

Við höfum verið að vinna með tölfræði og upplýsingar og í þessu verkefni gerðu krakkarnir sín eigin súlurit. Allir byrjuðu á því að velja sér viðfangsefni til að vinna með og teiknuðu myndir inn á skífu. Margskonar viðfangsefni urðu fyrir valinu m.a. litir, form, farartæki, matur, dýr, emoji og fleira.

41520200_247757715908386_2711514202308083712_n

Verkefnið var unnið í tveimur hlutum og byrjuðum við á því að útbúa skífuna og líma hana inn í reiknibók. Skífan sem við notuðum er í verkefnahefti sem fylgir Sprota 2b og má nálgast hér. Skífan er með 6 svæðum en það er líka til skífa meðsvæðum í verkefnaheftinu.

Í næsta tíma útbjuggu þau tíðnitöflu, sem má nálgast hér, með viðfangsefninu sem þau höfðu valið (sjá á myndinni hér fyrir ofan). Eftir snéru þau bréfaklemmu á skífunni 25 sinnum og skráðu með talningarstrikum í tíðnitöfluna um leið. Að lokum gerðu þau súlurit út frá tíðnitöflunni.

 
Krakkarnir voru mjög áhugasamir og fannst sérstaklega skemmtilegt að velja sín eigin viðfangsefni fyrir súluritið.

41650147_689325484777034_8341182086354305024_n
Hér voru hringir í mismunandi litum fyrir valinu.

 

 

 

Talningarstrik

Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast  ýmis fleiri verkefni þar í gegn.

Image result for tally marks games
Hér er hægt að sækja spilið upp í 30.

 

Hér er hægt að sækja spilið upp í 100

Margföldun

Þessa vikuna erum við að vinna með margföldun. Þetta skemmtilega kast-verkefni er á einni stöð í hringekju hjá okkur. Það er frekar einfalt í framkvæmd, það þarf eitt ílát og 10 bolta fyrir hvern hóp sem í eru 2 – 3 krakkar.

IMG_0096
Karfa og 10 boltar, 2 – 3 nemendur saman í hóp.

Unnið er með margföldun frá 1 – 10. Sá sem byrjar kastar 10 boltum og reynir að hitta þeim ofan í körfu. Eftir það er margfeldið af boltunum sem fóru ofan í körfuna skrifað niður, sem dæmi má nefna að í fyrstu umferð hittir nemandi 6 boltum í körfuna þá skrifar hann 6 x 1 í bókina sína. Í næstu umferð er margfaldað með 2 og svo koll af kolli. Hver skrifar í sína bók eða á blað. Þegar búnar eru 10 umferðir reiknar hver og einn út stigin sín.

IMG_0099
Hér eru búnar 10 umferðir.

Auðvelt er að flytja verkefnið út í góða veðrið og þá jafnvel nota krít til að skrá margfeldið og reikna.

IMG_0103
Hér erum við komin út í góða veðrið.

Ein útgáfan í viðbót er að kríta hringi eða jafnvel nota húllahringi til að kasta inn í.

IMG_0107

Við höfðum fengið gefins álpappír og notuðum hann í boltana okkar en ein hugmynd er að sækja pappír í endurvinnslukassann og útbúa bolta úr pappír.