Horn

IMG_0100

Eftir eitt verkefni áttum við eftir marga pappírsrenninga úr kartoni og datt okkur í hug að búa til ,,hornamæla” úr þeim. Gerð voru göt í annan endan og sett splitti þar í gegn svo hægt væri að hreyfa mælana.

IMG_0096

Við teiknuðum mismunandi horn á blöð; rétt, hvöss og gleið og festum upp á vegg. Krakkarnir löbbuðu svo á milli myndana og mældu hornin með ,,hornamælunum”
í einskonar stærðfræði sóknarskrift.

44787238_1176719179144531_550825411068559360_n

Þau voru með reiknisbókina sína og skrifuðu hvort hornin sem þau mældu væru rétt, gleið eða hvöss í bókina.

IMG_0098

Við gerðum líka form þar sem nokkur horn voru mæld. Þeir sem kláruðu áður en tíminn var búinn mældu svo hin ýmsu horn sem þeir fundu á ganginum hjá okkur.