Hér er formasúpa með þrívíðum formum. Krakkarnir lita formin í ákveðnum litum og telja þau. Í lokin á svo að svara tveimur spurningum.
Súpuna má nágast hér:
Hér er formasúpa með þrívíðum formum. Krakkarnir lita formin í ákveðnum litum og telja þau. Í lokin á svo að svara tveimur spurningum.
Súpuna má nágast hér:
Þetta verkefni í speglun sáum við í kennsluleiðbeiningum með Sprota 3a, viðfangsefni kaflans er speglun og samhverfur. Við ákváðum að demba okkur í þetta verkefni og kom það mjög vel út hjá krökkunum.
Þetta var þó ekki eins auðvelt og það sýndist og vafðist aðeins fyrir nokkrum. Krakkarnir tóku sér þá krassblað, teiknuðu myndina sem þau vildu gera og prófuðu að setja á hana spegilás áður en þau klipptu myndina út. Svo var komið að því að líma og ef það mistókst, þá prufuðum við bara aftur.
Við notuðum karton í A5 stærð í bakgrunninn og svo var pappírinn til að klippa út helmingurinn af því. Margar mismunandi myndir litu dagsins ljós og allir voru mjög spenntir að fara með speglunarlistaverkin sín heim.
Við vorum að byrja á deilingu og ákváðum að leika okkur aðeins með pasta. Við skiptum pasta í poka og höfðum mismikið í þeim, pokinn sem var með mest í var með 100 stykkjum af pasta. Ekki var talið nákvæmlega í hina pokana, þar sem stundum eitthvað týnist eða ruglast á milli poka.
Krakkarnir tóku sex diska og svo einn poka með pasta. Þau byrjuðu á því að telja pastað og skiptu því svo jafnt á tvo diska því næst þrjá og svo koll af kolli þar til búið var að skipta því á sex diska.
Verkefnið var unnið í hringekju og voru tíu krakkar á stöðinni í einu og unnu tveir eða fleiri saman. Við vorum með átta poka með pasta fyrir þau til að telja og deila á milli diskana. Ekki þurfti að skrifa neitt niður en það er alveg möguleiki að skrifa niðurstöður á tússtöflur eða í reikningsbók.
Myndband um formin. Gott er að taka HD stillingu af ef horft er á myndbandið á stórum skjá.
Myndband um þrívíðu formin. Gott er að taka HD stillingu af ef horft er á myndbandið á stórum skjá.