Pakka púsl

42799429_2359037237456923_2528249017234620416_n

Þessi skemmtilegu púsl eru búin til úr morgunkorns pökkum. Við klipptum framhliðarnar af pökkunum og strikuðum svo línur á bakhliðina til að fá formin.
Í þessum púslum notuðum við þríhyrninga, en höfum líka gert þau með blönduðum  formum.

42928817_240159396663075_2364134352599646208_n
Gott er að hafa línurnar langar, þegar byrjað er á púslinu.

Þetta er gott verkefni þegar verið er að vinna með formin, mögulegt er að notast við eitthvað eitt form eða hafa blöndu af formum. Þegar verið er að vinna með eitt form t.d. þrí- eða ferhyrninga þarf að velta fyrir sér hvernig strika eigi línurnar svo formin birtist. Þetta er því einnig gott samvinnuverkefni vegna umræðunar sem á sér stað á meðan það er unnið. Einnig er áhugavert að sjá hversu mismunandi útgáfur af formunum birtast.

42797494_697033913998276_8559639627860803584_n

Púslin leyna á sér og er stundum ekki eins auðvelt og maður heldur að setja þau saman aftur. Gaman er að taka tíman hversu lengi er verið að púsla þau og jafnvel hafa miða með hverju púsli til að skrá tímatökuna á. Við geymum okkar púsla í litlum zip-lock pokum. Ef magir eru með eins morgunkorns pakka er gott að setja litaða doppu á hvern púsl bita. Þá sér maður strax í hvaða poka stykkið á fara ef það finnst t.d. á gólfinu.

Talnasúpa

42044423_1381929361941151_4946377851843641344_n

Í íslensku notum við oft orðasúpur og hafa krakkarnir mjög gaman að því að leysa þær. Við gerðum því talnasúpur fyrir þau til að leysa í stærðfræði. Talnasúpurnar eru þrjár með tveggja, þriggja og fjögurra stafa tölum . Þær eru hér í viðhengi fyrir neðan og þarf bara að prenta út og byrja!

Talnasúpa tveggja stafa tölur.

Talnasúpa þriggja stafa tölur.

Talnasúpa fögurra stafa stöfur.

Á netinu er einnig hægt að finna talnasúpur með því að leita eftir “number word search” og koma þá ýmsir möguleikar af verkefnablöðum. Að auki er hægt að finna forrit sem búa til talnasúpur sem svo mögulegt er að prenta út sjálf/ur.

Púsl

41721349_2104726763111037_7362346141809115136_n
Púslið sem við notuðum.

Hjá okkur eru nokkur púsluspil sem ekki eru í mikilli notkun og vantar jafnvel einhverja bita inn í. Á Pinterest eru hugmyndir hvernig mögulegt að nota púsluspil á annan máta en að púsla saman myndinni. Tugir og einingar eru t.d. teiknaðar á einn púslbita og svo finnur þú töluna á öðrum bita og púslar saman, reiknisdæmi á einum púslbita og útkoman á öðrum og svo má líka púsla saman há og lágstafi í íslensku.

41633893_706285819732114_1271691893100511232_n
Ein röð úr púslinu.

Okkar hugmynd útfærðum við þannig að við notuðum þriggja stafa tölur og skrifuðum aftan á púslið. Tölurnar eru ekki í réttri röð, heldur á víð og dreif frá 90 – 1000, það er byrjað á minnstu tölunni fremst og svo þarf að finna næstu tölu og svo koll af kolli og stærsta talan kemur aftast.

41713976_276609679614970_3494287909152882688_n
Tvær raðir úr púslinu.

Við gerðum líka tvær raðir og er þá púslað út á enda og svo haldið áfram í næstu línu fyrir neðan. Það er ekkert ákveðið bil á milli talnana í þessu verkefni en það er  hugmynd er að láta tölurnar hækka um t.d. 10 eða hundrað á milli púslbita.

41719265_1608162362619371_2821744735528419328_n

Sá möguleiki er líka að krakkarnir gætu útbúið svona verkefni sjálf með ákveðnu bili á milli talnana. Gott ráð er að geyma hverja röð fyrir sig í umslagi eða zip-lock poka svo púslbitarnir ruglist ekki. Við notuðum verkefnið á stöð í hringekju á samt 100 töflu púslum og má finna færslu um þau hér.

 

 

Tölfræði

41651250_385659795304738_5790508941788053504_n
Hér voru litir valdir sem viðfangsefni.

Við höfum verið að vinna með tölfræði og upplýsingar og í þessu verkefni gerðu krakkarnir sín eigin súlurit. Allir byrjuðu á því að velja sér viðfangsefni til að vinna með og teiknuðu myndir inn á skífu. Margskonar viðfangsefni urðu fyrir valinu m.a. litir, form, farartæki, matur, dýr, emoji og fleira.

41520200_247757715908386_2711514202308083712_n

Verkefnið var unnið í tveimur hlutum og byrjuðum við á því að útbúa skífuna og líma hana inn í reiknibók. Skífan sem við notuðum er í verkefnahefti sem fylgir Sprota 2b og má nálgast hér. Skífan er með 6 svæðum en það er líka til skífa meðsvæðum í verkefnaheftinu.

Í næsta tíma útbjuggu þau tíðnitöflu, sem má nálgast hér, með viðfangsefninu sem þau höfðu valið (sjá á myndinni hér fyrir ofan). Eftir snéru þau bréfaklemmu á skífunni 25 sinnum og skráðu með talningarstrikum í tíðnitöfluna um leið. Að lokum gerðu þau súlurit út frá tíðnitöflunni.

 
Krakkarnir voru mjög áhugasamir og fannst sérstaklega skemmtilegt að velja sín eigin viðfangsefni fyrir súluritið.

41650147_689325484777034_8341182086354305024_n
Hér voru hringir í mismunandi litum fyrir valinu.