Horn

IMG_0100

Eftir eitt verkefni áttum við eftir marga pappírsrenninga úr kartoni og datt okkur í hug að búa til ,,hornamæla” úr þeim. Gerð voru göt í annan endan og sett splitti þar í gegn svo hægt væri að hreyfa mælana.

IMG_0096

Við teiknuðum mismunandi horn á blöð; rétt, hvöss og gleið og festum upp á vegg. Krakkarnir löbbuðu svo á milli myndana og mældu hornin með ,,hornamælunum”
í einskonar stærðfræði sóknarskrift.

44787238_1176719179144531_550825411068559360_n

Þau voru með reiknisbókina sína og skrifuðu hvort hornin sem þau mældu væru rétt, gleið eða hvöss í bókina.

IMG_0098

Við gerðum líka form þar sem nokkur horn voru mæld. Þeir sem kláruðu áður en tíminn var búinn mældu svo hin ýmsu horn sem þeir fundu á ganginum hjá okkur.

 

 

Klukkupúsl

44522679_493943751108824_2541893256455651328_n

Núna erum við að læra um klukkuna og þá nýtum við okkur púslhugmyndina frá því áður. Notaðir eru þrír púslbitar, tímasetning skrifuð í miðjuna með bókstöfum og tímasetningar tölvuklukku að morgni og eftir hádegi.

Púslið er sett í nokkra poka og eru um 9 tímasetningar í hverjum þeirra. Við setjum lítil merki í hornin, t.d. kross og hringi, svo við vitum í hvaða poka bitarnir sem finnast á gólfinu eiga að vera.

Hundrað reita spil

44279892_186502082243398_7654264894140710912_n

Hér er skemmtilegt spil sem við sáum á netinu. Spilið er þannig að tveir spila saman og eru með óútfyllta hundraðtöflu og sitt hvorn litinn. Leikmenn skiptast á að skrifa tölu inn í töfluna og þarf að setja hana á réttan stað í töflunni. Þegar fjórar tölur í sama lit eru komnar í röð fær sá með þann lit eitt stig. Haldið er áfram þangað til búið er að fylla út alla töfluna. Einnig er hægt að nota þriggja stafa tölur. Spilið er góð æfing í því hvernig töflurnar eru byggðar upp og til að æfa krakkana í að hoppa áfram og aftur á bak um heila tugi.

Spilaborð með hundrað reitum.

 

Talnasúpa

42044423_1381929361941151_4946377851843641344_n

Í íslensku notum við oft orðasúpur og hafa krakkarnir mjög gaman að því að leysa þær. Við gerðum því talnasúpur fyrir þau til að leysa í stærðfræði. Talnasúpurnar eru þrjár með tveggja, þriggja og fjögurra stafa tölum . Þær eru hér í viðhengi fyrir neðan og þarf bara að prenta út og byrja!

Talnasúpa tveggja stafa tölur.

Talnasúpa þriggja stafa tölur.

Talnasúpa fögurra stafa stöfur.

Á netinu er einnig hægt að finna talnasúpur með því að leita eftir “number word search” og koma þá ýmsir möguleikar af verkefnablöðum. Að auki er hægt að finna forrit sem búa til talnasúpur sem svo mögulegt er að prenta út sjálf/ur.