Búðarleikur vekur alltaf mikla lukku en oft þarf að sanka að sér vörum fyrir búðina og stundum takmarkað pláss til að geyma vöruúrvalið. Við brugðum því á það ráð að útbúa spjöld með myndum og verði á vörunni fyrir neðan.

Spjöldin eru af stærðinni A6 og eru með upphæðum undir 100 kr. Krakkarnir fengu átta spjöld og jafnmörg umslög með peningum, við settum í þau handahófskenndar peningaupphæðir. Krakkarnir þurftu að telja hversu mikill peningur var í umslaginu og keyptu svo þá vöru sem þau höfðu ráð á. Í upphafi var líka skiptimynt fyrir búðarkassann og fengu til baka ef það átti við.
Þetta verkefni notuðum við svo aftur seinna þegar við vorum farin að vinna með þriggja stafa tölur og festum ný verð á spjöldin.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir til þrír nemendur saman. Gott er að hafa umslögin í mismunandi litum og fær hver hópur einn lit. Hægt er að láta nemendur klippa út myndir úr bæklingum og líma á spjöldin.
One thought on “Búðarleikur”