Það kemur sér vel að eiga spjöld með tölunum frá 0 – 100 hægt er að finna margar útgáfur af talnaspjöldum á netinu. Spjöldin sem við notuðum má sækja hér, það þarf að prenta þau út í fjórum hlutum. Okkur fannst stærðin mátuleg og litirnir líflegir.

Hér fyrir neðan eru þrjár einfaldar hugmyndir að hvernig hægt er að nota spjöldin.
Við fengum ábendingu að spjöldin sem við notuðum kosta núna. Hér fyrir neðan er tveir tenglar þar sem nálgast má frí talnaspjöld.
Hugmynd 1:
Draga spjald og finna til tugi og einingar sem jafngilda sömu tölu og á spjaldinu.

Hugmynd 2:
Hér er tölunum raðað eftir stærð. Við skiptum hverjum bunka af spjöldum í tvo hluta, handahófskennt og þurftu börnin þá finna út hvaða tala kæmi næst þar sem það vantaði inn í talnaröðina.
Hugmynd 3:
Hér er einnig notaður bunki með handahófskenndum tölum. Börnin skiptu tölunum svo í sléttar tölur og oddatölur.