Pakka púsl

42799429_2359037237456923_2528249017234620416_n

Þessi skemmtilegu púsl eru búin til úr morgunkorns pökkum. Við klipptum framhliðarnar af pökkunum og strikuðum svo línur á bakhliðina til að fá formin.
Í þessum púslum notuðum við þríhyrninga, en höfum líka gert þau með blönduðum  formum.

42928817_240159396663075_2364134352599646208_n
Gott er að hafa línurnar langar, þegar byrjað er á púslinu.

Þetta er gott verkefni þegar verið er að vinna með formin, mögulegt er að notast við eitthvað eitt form eða hafa blöndu af formum. Þegar verið er að vinna með eitt form t.d. þrí- eða ferhyrninga þarf að velta fyrir sér hvernig strika eigi línurnar svo formin birtist. Þetta er því einnig gott samvinnuverkefni vegna umræðunar sem á sér stað á meðan það er unnið. Einnig er áhugavert að sjá hversu mismunandi útgáfur af formunum birtast.

42797494_697033913998276_8559639627860803584_n

Púslin leyna á sér og er stundum ekki eins auðvelt og maður heldur að setja þau saman aftur. Gaman er að taka tíman hversu lengi er verið að púsla þau og jafnvel hafa miða með hverju púsli til að skrá tímatökuna á. Við geymum okkar púsla í litlum zip-lock pokum. Ef magir eru með eins morgunkorns pakka er gott að setja litaða doppu á hvern púsl bita. Þá sér maður strax í hvaða poka stykkið á fara ef það finnst t.d. á gólfinu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s