
Hér eru verkefnablöð (blöðin má nálgast neðst í þessari færslu) sem við gerðum þegar við vorum að æfa okkur að leggja saman heila tugi. Öll dæmin fara yfir 100 og hvöttum við krakkana til að nota ,,aðstoðarmenn” við vinnuna. Margir völdu að nota kubba við vinnuna.

Krakkarnir notuðu kubbana á mismunandi vegu. Sumir notuðu kubbana fyrir báðar tölurnar og aðrir notuðu þá til að telja áfram frá hærri tölunni.

Aftan á blaðinu var verkefni þar sem krakkarnir lásu þriggja stafa tölur og skrifuðu niður.

Við gerðum annað verkefni þar sem þau byrjuðu á því að leggja saman einingar, tugi og svo hundruð. Í þessu verkefni kviknaði á nokkrum ljósaperum þegar þau sáu samhengið á milli talnanna. Þegar verið er að leggja saman heila tugi og hundruð er oft nóg að leggja saman fremstu tölurnar og bæta svo núlli eða núllum aftan við.
