Í vinnu með form, hvort sem það eru tví- eða þrívíð form er gaman að nota tangram. Við vorum að vinna með þrívíð form og var tangram á einni stöð í stærðfræði hringekju hjá okkur. Mögulegt er að nálgast tangram í verkefnaheftum með Sprota 3b og Sprota 4b.
Við ljósrituð þau á karton.
Myndir til að púsla eftir saman má finna á netinu með því að leita eftir tangram puzzle template. Myndirnar eru bæði með formunum sýnilegum en einnig líka það sem formin sjást ekki, við vorum með bæði og gátu krakkarnir þá valið hvernig þau unnu verkefnið. Stöðin var mjög vinsæl og voru krakkarnir spenntir að taka tangramið með sér heim en allir klipptu út sitt eigið.