Við vorum að byrja á deilingu og ákváðum að leika okkur aðeins með pasta. Við skiptum pasta í poka og höfðum mismikið í þeim, pokinn sem var með mest í var með 100 stykkjum af pasta. Ekki var talið nákvæmlega í hina pokana, þar sem stundum eitthvað týnist eða ruglast á milli poka.
Krakkarnir tóku sex diska og svo einn poka með pasta. Þau byrjuðu á því að telja pastað og skiptu því svo jafnt á tvo diska því næst þrjá og svo koll af kolli þar til búið var að skipta því á sex diska.
Verkefnið var unnið í hringekju og voru tíu krakkar á stöðinni í einu og unnu tveir eða fleiri saman. Við vorum með átta poka með pasta fyrir þau til að telja og deila á milli diskana. Ekki þurfti að skrifa neitt niður en það er alveg möguleiki að skrifa niðurstöður á tússtöflur eða í reikningsbók.