Tuga og einingaspil

Hér er verið að vinna með tugi og einingar. Þetta spil svipar til bankaleiksins sem margir þekkja. Spilið var valið því nemendur eiga auðvelt með að átta sig á hvenær skipta á út tug fyrir einingar, svo er það líka svo litríkt og skemmtilega uppsett. Spilið má
nálgast hér og er frítt.

IMG_0136
Tveir spila saman og notaðir eru tveir teningar ásamt tuga og eininga kubbum.

Það fylgja skífur með spilinu, til útprentunar sem segja til um fjölda kubba sem á að taka.Við völdum að nota tvö teninga, þá þurftu krakkarnir að leggja saman tvær tölur.

IMG_0137
Hér er byrjað að spila.

Verkefnið var unnið í hringekju og unnu tveir og tveir saman.

Talning 1-15

Á vefnum teacherspayteachers má finna ýmislegt gagnlegt. Þar er hægt að nálgast verkefni, spil og fleira, til að geta sótt efni þarf að vera skráður notandi. Við duttum þarna inn í gegnum Pinterest. Spjöldin sem við notum í talningaverkefninu í þessari færslu fundum við á Tpt og má sækja hér.

IMG_0101
Spjöld með tölum og plast hlekkir.

Þessi spjöld urðu fyrir valinu þar sem fjöldinn er sýndur á spjaldinu ásamt tölunni. Töluorðin eru á ensku á spjöldunum, við límdum yfir orðin þegar við ljósrituðum í fyrsta skipti. Ef gera á fleiri en eitt sett er gott að ljósrita í mismunandi litum, þá er fljótlegt að flokka ef eitthvað ruglast.

IMG_0098
Búið að hengja jafnmarga plast hlekki í spjaldið og talan segir til um.

Verkefnið var notað í hringekju, stöðvavinnu, og unnu tveir nemendur saman.

Húsin í bænum

Hér er verkefni með sléttum- og oddatölum. Þessi hús er hægt að nálgast og prenta út hér. Við plöstuðum okkar hús. Það er með ásettu ráði að það vantar tölur inn í talnaraðirnar svo krakkarnir þyrftu að ræða sín á milli hvaða húsnúmer væri næst í röðinni.

IMG_0046
Gatan er búin til úr svörtu kartoni og húsin eru fest með kennaratyggjói.