Kahoot

Kahoot er vefsíða þar sem hægt að útbúa allskyns spurningaleiki á auðveldan hátt. Margir geta spilað saman í einu og notuð eru snjalltæki. Við í Stærðfræðistofunni erum með leiki inni á Kahoot sem allir geta nálgast. Það þarf að ná sér í notendanafn til að skrá sig inn, það er mjög fljótlega gert. Sá sem stjórnar leiknum (kennarinn) fer inn á síðuna create.kahoot.com og er tengdur við skjávarpa svo að þátttakendur sjái spurningarnar. Þátttakendur (nemendur) fara þá inn á kahoot.it. Til að nota okkar leiki er hægt að leita eftir ,,staestofan”, stærðfræði eða eftir efnisflokkum t.d. margföldun og samlagning. Við höfum hér útbúið leiðbeiningar fyrir þá sem hafa ekki prófað Kahoot áður:

Hér á myndinni fyrir neðan var leitað eftir orðinu margföldun og komu þá upp tveir leikir.

IMG_0311[1]
Viðmót stjórnanda, ýtt er á play til að spila leik.
Þegar búið er að velja verkefni kemur upp mynd þar sem valið er annað hvort Classic eða Team mode, við höfum notað classic og eru 2 – 3 saman með eitt tæki.

IMG_0302

Viðmót stjórnanda og þátttakanda er ekki það sama. Stjórnandinn er með tölvuna sína tengda við skjávarpa. Næst kemur upp tala sem þátttakendur nota til að skrá sig til leiks. Þátttakendur fara inn á síðuna kahoot.it þar sem pin-númerið fyrir leikinn er skráð inn. Hver hópur velur næst nafn fyrir lið sitt og þegar það er komið birtast nöfn liðanna á skjánum hjá stjórnandanum. Hér fyrir neðan má sjá að Stærðfræðistofa hefur skráð sig inn. Þegar öll lið eru mætt til leiks ýtir stjórnandinn á start hjá sér.

IMG_0305
Pin-númerið fyrir leikinn.

 

IMG_0301
Nemendur slá inn pin-númer fyrir leikinn og búa svo til nafn á liðið sitt.

Þegar leikurinn byrjar birtist spurningin í stuttan tíma.

IMG_0306

Næst kemur spurningin upp með fjórum svarmöguleikum fyrir þátttakendur. Einnig má sjá hversu margir eru búnir að svara hverju sinni og þá tímann sem eftir er.

IMG_0307
Hér sjá þátttakendur svarmöguleikana.

Þátttakendur eru með snjalltæki og velja þar þá mynd sem þeir halda sé rétt svar.

IMG_0308
Viðmót þátttakenda í snjalltæki.

Þegar allir hafa svarað kemur upp mynd sem sýnir hve margir völdu hvaða valmöguleika.

IMG_0309
Hér má sjá dreifingu svara.

Gefin eru stig fyrir rétt svör og einnig fyrir hversu fljótt þátttakendur svara, birtist þá listi með fimm efstu þátttakendunum áður en farið er í næstu spurningu.

IMG_0310
Hér var aðeins einn þátttakandi svo hann var að sjálfsögðu efstur.

Nemendur höfðu verulega gaman að þessum leik og var mikið fjör í stofunni. Allur hópurinn spilaði saman og voru 2 – 3 saman í liði. Þessi leikur gæti einnig hentað á stöð í hringekju og væri þá einn nemandi stjórnandi hverju sinni.

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s