Við erum að byrja vinnu með flatarmál í 2. bekk. Finnum út flatarmál með því að telja reiti, mæla fleti með ýmsum hlutum og svo bera saman stærðir mismunandi flata.

Í þessu verkefni er byrjað á því að kasta tveimur teningum og lita jafnmarga reiti og talan sem kemur upp á teningunum. Þetta er gert með mismunandi litum þangað til búið er að lita alla reitina. Eftir það er hver litaflötur klipptur út og fletirnir svo límdir á annað blað.
Úr þessu verða til fjölbreyttar og líflegar myndir hjá krökkunum sem sóma sér vel t.d. uppi á vegg. Þar sem allar myndirnar hafa sama flatarmálið er gaman að bera myndirnar saman og ræða hvers vegna þær virka misstórar.
Verkefnið var unnið í 2. bekk hjá okkur en ætti að henta öðrum aldurshópum.
Góða skemmtun!