Hundraðtöflu púsl

Þegar við vorum að byrja vinnu með þriggja stafa tölur notuðum við þessi hundraðtöflupúsl.

IMG_0098
Hundraðtöflur sem búið er að klippa niður.

Við fundum töflur frá 0 og upp í 1000 hér og klipptum þær svo niður. Nemendur að púsluðu svo töflunum saman aftur.

IMG_0104
Búið að púsla töflunum saman aftur.

Gott er að ljósrita þær á karton og hafa þær í mismunandi litum, þannig er betra að flokka þær ef eitthvað blandast saman. Það er líka hægt að púsla ofan á hundraðtöflu sem ekki er búið að klippa niður. Verkefnið var unnið á stöðvum í hringekju.

Talning 1-15

Á vefnum teacherspayteachers má finna ýmislegt gagnlegt. Þar er hægt að nálgast verkefni, spil og fleira, til að geta sótt efni þarf að vera skráður notandi. Við duttum þarna inn í gegnum Pinterest. Spjöldin sem við notum í talningaverkefninu í þessari færslu fundum við á Tpt og má sækja hér.

IMG_0101
Spjöld með tölum og plast hlekkir.

Þessi spjöld urðu fyrir valinu þar sem fjöldinn er sýndur á spjaldinu ásamt tölunni. Töluorðin eru á ensku á spjöldunum, við límdum yfir orðin þegar við ljósrituðum í fyrsta skipti. Ef gera á fleiri en eitt sett er gott að ljósrita í mismunandi litum, þá er fljótlegt að flokka ef eitthvað ruglast.

IMG_0098
Búið að hengja jafnmarga plast hlekki í spjaldið og talan segir til um.

Verkefnið var notað í hringekju, stöðvavinnu, og unnu tveir nemendur saman.

Húsin í bænum

Hér er verkefni með sléttum- og oddatölum. Þessi hús er hægt að nálgast og prenta út hér. Við plöstuðum okkar hús. Það er með ásettu ráði að það vantar tölur inn í talnaraðirnar svo krakkarnir þyrftu að ræða sín á milli hvaða húsnúmer væri næst í röðinni.

IMG_0046
Gatan er búin til úr svörtu kartoni og húsin eru fest með kennaratyggjói.