Þegar nemendur voru að vinna með peninga í vetur þá útbjuggum við þetta spil. Hugmyndin kemur úr kennsluleiðbeiningunum úr Sprota en við útfærðum það á okkar hátt.

Spilið gengur þannig fyrir sig að nemendur fylla sparigrísinn sinn með ákveðinni upphæð. Notaðir eru þrír teningar í mismunandi litum, nemendur ákveða hvaða litur táknar hundruð, tugi og einingar.

Teningunum er kastað og sá sem kastaði fjarlægir þá upphæð sem teningarnir segja til um úr sparibauk mótspilara. Upphæðin fer ekki í annan sparigrís heldur er hún lögð til hliðar. Sá tapar sem fyrr er með tóman grís. Við fundum grísina með því að google með því að slá inn “piggy bank template”