Talnasúpa

42044423_1381929361941151_4946377851843641344_n

Í íslensku notum við oft orðasúpur og hafa krakkarnir mjög gaman að því að leysa þær. Við gerðum því talnasúpur fyrir þau til að leysa í stærðfræði. Talnasúpurnar eru þrjár með tveggja, þriggja og fjögurra stafa tölum . Þær eru hér í viðhengi fyrir neðan og þarf bara að prenta út og byrja!

Talnasúpa tveggja stafa tölur.

Talnasúpa þriggja stafa tölur.

Talnasúpa fögurra stafa stöfur.

Á netinu er einnig hægt að finna talnasúpur með því að leita eftir “number word search” og koma þá ýmsir möguleikar af verkefnablöðum. Að auki er hægt að finna forrit sem búa til talnasúpur sem svo mögulegt er að prenta út sjálf/ur.

Páskaegg

páskaegg

Hér eru nokkur orðadæmi um páskaegg sem framleidd eru í sælgætisverksmiðjunni Slikkerí. Verkefnið er í word skjali svo mögulegt er að breyta tölunum fyrir það þyngdarstig sem þarf. Við notuðum verkefnið í 2. bekk.

Verkefnið má nálgast hér: Páskaeggin2019

Litlu lestrarhestarnir

Litlu lestrarhestarnir eru lesskilningsverkefni fyrir 1. – 2. bekk. Þetta eru einfaldir textar og svo spurningar sem svarað er eftir lesturinn. Verkefnin eru sett upp á þrjá mismunandi vegu þ.e. krossaspurningar, velja rétta orðið inn í málsgrein og svo skriflegt svar. Hægt er að nálgast verkefnin til útprentunar hér .

Verkefnin voru unnin með styrk úr Þróunarsjóði grunnskólanna í Garðabæ.

Tvöföldun

Tvöföldunar bingó;  krakkarnir vinna tveir eða fleiri saman. Allir hafa eitt bingóspjald og skiptast á að draga spil úr spilastokki og tvöfalda töluna á spilinu. Ef dregið er mannspil gildir það ekki og næsti í röðinni dregur spil. Sá vinnur sem er fyrri til að krossa yfir allar tölurnar á bingóspjaldinu sínu.

28879429_10215801657775050_491880095_o
Tvöföldunar bingó

Tvöföldunar leikur þar sem nemendur kasta tening og tvöfalda töluna sem kemur upp. Þeir merkja svo með talningarstriki við töluna og lita einn reit hjá tvöfaldaðri tölunni.

28876430_10215801655975005_1502405317_o
Tvöföldun

Verkefnin má nálgast með því að smella á hlekki undir myndunum.

 

 

Hundrað-, tuga- og einingaspil

Á ráðstefnu Skólaþróunar síðastliðinn ágúst gáfum við gestum okkar teningaspil eftir fyrirlestur okkar. Tvær útgáfur eru af spilinu/leiknum; önnur með hundrað, tugum og einingum – þá eru notaðir 3 teningar og svo hinsvegar með tugum og einingum – en þá eru tveir teningar notaðir. Nemendur geta verið tveir og tveir saman og lagt þá saman stig í lok spilsins eða hver og einn unnið verkefnið sjálfur.

teningaspil2
Hér má nálgast tuga og eininga spilið
teningaspil1
Hér má nálgast hundrað, tuga og eininga spilið

Gott er að hafa spilið báðum megin á blaðinu. Þá er bara að prenta út og kasta teningunum.

 

Talningarstrik

Í fyrstu tveimur köflunum í Sprota 1a er verið að æfa talningu og skrá talningarstrik. Spilin hér fyrir neðan eru góð til að æfa að strik nr. 5 sem fer á ská. Fyrra spilið er upp í þrjátíu og það seinna upp í hundrað. Spilið var á stöð í stærðfræði hringekju og spiluðu nemendur 2-3 saman, hver með eitt blað. Við settum spilið beggja vegna á blaðið þ.e. þrjátíu á annari hliðinni og hundrað hinu megin. Byrjað var á spilinu sem nær upp í þrjátíu og spilað með einum tening, spilið hefur einnig verið notað í öðrum og þriðja bekk og hefur þá verið spilað með tveimur teningum og upp í hundrað báðu megin. Hér fyrir neðan má nálgast spilin. Einnig er hægt slá inn “tally marks” á goggle og nálgast  ýmis fleiri verkefni þar í gegn.

Image result for tally marks games
Hér er hægt að sækja spilið upp í 30.

 

Hér er hægt að sækja spilið upp í 100