
Þegar við byrjuðum að vinna með þriggjastafa tölur gerðum þetta spil sem fékk nafnið Hæsta talan. Það gengur út á það að draga eitt spil í einu til skiptist og reyna að búa til hærri tölu en spilafélagi. Til að hafa spilið skýrt og einfalt og var búið spilaborð sem spilin eru lögð niður á og einnig til hafa hugtökin hundruð, tugir og eining. sýnileg og æfa þau. Það er líka til útgáfa með þúsund, hundruðum, tugum og einingum. Spilið vakti mikla lukku og voru sum sem vildu fá það með sér heim.
Reglur spilsins:
Krakkarnir hafa sitthvort spilaborðið (það geta líka þrjú spilað saman). Skiptst er á að draga eitt spil úr spilabunka með spilunum frá ás og upp í níu og er markmiðið að búa til hærri tölu en spilafélagin. Hér þarf að sýna útsjónarsemi því ekki þarf að byrja á því að leggja fyrsta spilið í reitinn fyrir einingar heldur má ráða í hvaða röð spilin eru sett niður. Ef t.d. dregið er hátt spil í fyrstu umferð getur verið gott að setja það í hundraðsætið og ef dregið er lágt spil væri gott að setja það spil í einingarsætið. Hærri talan sem búin er til gefur svo eitt stig sem skráð er á stigablaðið.

Spilaborðin voru prentuð á karton svo þau myndust endast í einhverntíma. Stiga blöðin voru prentuð í A5 og hefðu janfvel mátt vera í A6. Við höfum safnað allskonar spilastokkum sem spil hafa týnst úr sem við notuðum svo spilin sem notuð voru ekki endilega með samstæðar bakhliðar og voru u.þ.b. 25 spil í bunka.
Hér má sækja spilin:


















