Hér er verið að byrja vinnu með frádrátt og hann Línus Mínus kynntur til sögunar.
Hann er oft að taka frá okkur og jafnvel stela. Við byrjuðum að vinna með kubba og til að gera það skýrara eru krakkarnir með þessa mynd hér fyrir neðan undir kubbana á meðan þau æfða sig.
Inn í húsið fara kubbarnir sem þau eiga (sem hér eru 8) og svo kemur Línus Mínus og tekur kubba og setur í pokann sinn (sem hér eru 3) þá eiga þau eftir kubbana sem eru eftir í húsinu
(sem hér eru 5).

Hér má nálgast myndina til útprentunar.
Hér fyrir neðan má finna blöð með frádráttardæmum til að prenta út.
Blöð með dæmum undir 10.
Blöð með dæmum undir 15.












