Hér er formasúpa með þrívíðum formum. Krakkarnir lita formin í ákveðnum litum og telja þau. Í lokin á svo að svara tveimur spurningum.
Súpuna má nágast hér:
Hér er formasúpa með þrívíðum formum. Krakkarnir lita formin í ákveðnum litum og telja þau. Í lokin á svo að svara tveimur spurningum.
Súpuna má nágast hér:
Myndband um formin. Gott er að taka HD stillingu af ef horft er á myndbandið á stórum skjá.
Myndband um þrívíðu formin. Gott er að taka HD stillingu af ef horft er á myndbandið á stórum skjá.
Bakkana hér á myndinni fyrir neðan höfum við notað mikið í ýmiskonar verkefni og fannst okkur tilvalið að nota þá í margföldun. Bakkana fengum við í matvöruverslun og eru þeir undan mjólkurvörum og hringina með tölustöfunum frá 1 – 26 má nálgast hér.
Í verkefnið þarf tvo bakka og svo tölur fá 1 – 10, tvo tappa, kubba og eitthvað til að skrifa á. Krakkarnir byrja að kasta tveimur töppum í bakkana og margfalda svo saman tölurnar sem tapparnir lentu á. Við notuðum litar tússtöflur sem við eigum til að skrifa á.
Við erum að byrja í margföldun þannig við hvöttum krakkana til að finna sér leið að svarinu, hér er tússtaflan notuð til að teikna leiðina að lausninni.
Hér er svo farin sú leið að nota kubba sér til aðstoðar en nota töfluna til að skrifa upp dæmið. Okkur fannst það að nota tússtöflurnar skemmtileg tilbreyting og gera verkefnið meira spennandi. Við notuðum verkefnið á stöð í hringekju og unnu tveir saman.
Í vinnu með form, hvort sem það eru tví- eða þrívíð form er gaman að nota tangram. Við vorum að vinna með þrívíð form og var tangram á einni stöð í stærðfræði hringekju hjá okkur. Mögulegt er að nálgast tangram í verkefnaheftum með Sprota 3b og Sprota 4b.
Við ljósrituð þau á karton.
Myndir til að púsla eftir saman má finna á netinu með því að leita eftir tangram puzzle template. Myndirnar eru bæði með formunum sýnilegum en einnig líka það sem formin sjást ekki, við vorum með bæði og gátu krakkarnir þá valið hvernig þau unnu verkefnið. Stöðin var mjög vinsæl og voru krakkarnir spenntir að taka tangramið með sér heim en allir klipptu út sitt eigið.
Myndband um einingar, tugi og hundruð. Gott er að taka HD stillingu af ef horft er á myndbandið á stórum skjá.
Myndband um sléttar tölur og oddatölur. Ef myndbandið er sýnt á stóru tjaldi er gott að taka HD stillinguna af. Það er einfaldlega gert með því að smella á HD neðst í hægra horninu.
Hér er komið myndband um Fúsa Plús. Hann má finna í ýmsum útgáfum á netinu undir nafninu Gus the Plus. Við höfum notað hann við innlagnir á samlagningu, t.d. í fyrsta bekk og svo notað sögu hans til upprifjunar í öðrum bekk.
Þegar við sögðum krökkunum söguna af Fúsa Plús vorum við búnar að búa okkar eigin Fúsa til, til þess að hafa upp á vegg. Krakkarnir teiknuðu svo líka myndir af honum og skrifuðu orð sem tengjast samlagningu.
Hér fumsýnum við fyrsta myndbandið okkar. Hægt er að skoða fleiri myndbönd inn á Skólastofunni á Youtube.
Eftir eitt verkefni áttum við eftir marga pappírsrenninga úr kartoni og datt okkur í hug að búa til ,,hornamæla” úr þeim. Gerð voru göt í annan endan og sett splitti þar í gegn svo hægt væri að hreyfa mælana.
Við teiknuðum mismunandi horn á blöð; rétt, hvöss og gleið og festum upp á vegg. Krakkarnir löbbuðu svo á milli myndana og mældu hornin með ,,hornamælunum”
í einskonar stærðfræði sóknarskrift.
Þau voru með reiknisbókina sína og skrifuðu hvort hornin sem þau mældu væru rétt, gleið eða hvöss í bókina.
Við gerðum líka form þar sem nokkur horn voru mæld. Þeir sem kláruðu áður en tíminn var búinn mældu svo hin ýmsu horn sem þeir fundu á ganginum hjá okkur.